Tólf strokka Mercedes Benz AMG S65 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:59 Mercedes Benz AMG S65 Cabriolet Autoblog Ný gerð hefur bæst í flóru S-Class bíla Mercedes Benz og það er blæjuútgáfa bílsins stóra. Undir húddi bílsins hvíir enginn kettlingur heldur 630 hestafla ofurrokkur með 12 strokka og 6,0 lítra sprengirými. Þessi vél er handsmíðuð af sérfræðingum AMG deildar Benz í Mannheim. Þetta er fyrsta sinni sem Mercedes Benz býður þessa 12 strokka vél í blæjubíl. Með henni er bíllinn fær að taka sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 300 km/klst. Þessi stóri blæjubíll er hlaðinn þeim tækninýjungum sem Mercedes Benz hefur útbúið nýja gerð S-Class bíla með. Blæja bílsins er úr þriggja laga efni sem tryggja á hljóðlátan akstur ef blæjan er uppi. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun og felgurnar eru 20 tommu. Rafgeymir bílsins er með lithium-ion rafhlöðum til að létta bílinn sem mest. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu. Verðið á þessum kostagrip liggur ekki fyrir enn. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent
Ný gerð hefur bæst í flóru S-Class bíla Mercedes Benz og það er blæjuútgáfa bílsins stóra. Undir húddi bílsins hvíir enginn kettlingur heldur 630 hestafla ofurrokkur með 12 strokka og 6,0 lítra sprengirými. Þessi vél er handsmíðuð af sérfræðingum AMG deildar Benz í Mannheim. Þetta er fyrsta sinni sem Mercedes Benz býður þessa 12 strokka vél í blæjubíl. Með henni er bíllinn fær að taka sprettinn í hundraðið á 4,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 300 km/klst. Þessi stóri blæjubíll er hlaðinn þeim tækninýjungum sem Mercedes Benz hefur útbúið nýja gerð S-Class bíla með. Blæja bílsins er úr þriggja laga efni sem tryggja á hljóðlátan akstur ef blæjan er uppi. Bíllinn er á loftpúðafjöðrun og felgurnar eru 20 tommu. Rafgeymir bílsins er með lithium-ion rafhlöðum til að létta bílinn sem mest. Bíllinn er afturhjóladrifinn og með 7 gíra sjálfskiptingu. Verðið á þessum kostagrip liggur ekki fyrir enn.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent