Renault Clio sneggstur b-flokks bíla á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 13:55 Renault Clio RS 220 Trophy. Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent
Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent