Fjórðungur nýrra Audi bíla eru rafmagnsbílar í Noregi og Hollandi Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 10:25 Audi A3 e-tron er að fullu knúinn rafmagni. Autoblog Audi hefur stefnt að því að fjórðungur þeirra bíla sem fyrirtækið selur árið 2025 verði knúnir rafmagni. Þó 10 ár séu í það eru tvö lönd í heiminum þar sem Audi hefur nú þegar náð þessu markmiði sínu, þ.e. Noregur og Holland. Það er einna helst Audi A3 e-tron sem hefur gert þetta að verkum, en hann hefur aðeins verið í sölu í 12 mánuði, en fjórði hver kaupandi Audi bíla í löndunum tveimur velur þann bíl til kaups. Hann fer í sölu í Bandaríkjunum eftir um tvo mánuði og forvitnilegt verður að sjá hvort honum verður jafnvel tekið þar og í Evrópu. Víst er þó að Audi verður að hafa sig við að framleiða nóg af þessum bíl miðað við eftirspurnina eftir honum. Bílablaðamaður visir.is hefur reynsluekið þessum bíl og eftir þann reynsluakstur kemur eftirspurnin eftir þessum bíl ekki á óvart og Volkswagen e-Golf er heldur enginn eftirbátur hans. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent
Audi hefur stefnt að því að fjórðungur þeirra bíla sem fyrirtækið selur árið 2025 verði knúnir rafmagni. Þó 10 ár séu í það eru tvö lönd í heiminum þar sem Audi hefur nú þegar náð þessu markmiði sínu, þ.e. Noregur og Holland. Það er einna helst Audi A3 e-tron sem hefur gert þetta að verkum, en hann hefur aðeins verið í sölu í 12 mánuði, en fjórði hver kaupandi Audi bíla í löndunum tveimur velur þann bíl til kaups. Hann fer í sölu í Bandaríkjunum eftir um tvo mánuði og forvitnilegt verður að sjá hvort honum verður jafnvel tekið þar og í Evrópu. Víst er þó að Audi verður að hafa sig við að framleiða nóg af þessum bíl miðað við eftirspurnina eftir honum. Bílablaðamaður visir.is hefur reynsluekið þessum bíl og eftir þann reynsluakstur kemur eftirspurnin eftir þessum bíl ekki á óvart og Volkswagen e-Golf er heldur enginn eftirbátur hans.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent