Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Magnús Hlynur "Skyrgámur“ Hreiðarsson skrifar 12. desember 2015 22:27 Fjölmenni mætti í miðbæ Selfoss í dag til að taka á móti jólasveinunum úr Ingólfsfjalli. Þeir komu til að kveikja á jólatrénu og heilsa upp á unga sem aldna. Þeir komu á jólasveinarútunni svokölluðu yfir Ölfusárbrú og blessunarlega fyrir sveinana voru engir lögreglumenn í augsýn. Enginn var í beltum og flestir meira að segja utan á vagninum. „Við erum að hitta krakkana og reyna að kveikja á þessu drasli þarna,“ sagði Hurðaskellir Leppalúðason við bróður sinn Skyrgám í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skilaboð hans til íslenskra barna voru skýr. „Bara vera þæg og borða mikinn grjónagraut.“ Viðtalið og svipmyndir frá Selfossi má sjá í spilaranum hér að ofan. Jólafréttir Mest lesið Klassískir og einfaldir pakkar Jólin Dóttirin hannaði merkimiðana Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Hátíðleg kertaljósastund Jól Allir eiga sinn jólasokk Jól Svona á að pakka fallega Jólin Skreyttur skór í gluggann Jólin Jólastjörnukrans úr ódýrum efnivið Jól Kveikjum einu kerti á Jól Náttúrulega klassískir Jólin
Fjölmenni mætti í miðbæ Selfoss í dag til að taka á móti jólasveinunum úr Ingólfsfjalli. Þeir komu til að kveikja á jólatrénu og heilsa upp á unga sem aldna. Þeir komu á jólasveinarútunni svokölluðu yfir Ölfusárbrú og blessunarlega fyrir sveinana voru engir lögreglumenn í augsýn. Enginn var í beltum og flestir meira að segja utan á vagninum. „Við erum að hitta krakkana og reyna að kveikja á þessu drasli þarna,“ sagði Hurðaskellir Leppalúðason við bróður sinn Skyrgám í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skilaboð hans til íslenskra barna voru skýr. „Bara vera þæg og borða mikinn grjónagraut.“ Viðtalið og svipmyndir frá Selfossi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Jólafréttir Mest lesið Klassískir og einfaldir pakkar Jólin Dóttirin hannaði merkimiðana Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Hátíðleg kertaljósastund Jól Allir eiga sinn jólasokk Jól Svona á að pakka fallega Jólin Skreyttur skór í gluggann Jólin Jólastjörnukrans úr ódýrum efnivið Jól Kveikjum einu kerti á Jól Náttúrulega klassískir Jólin