Benz ásakar verkfræðing um stuld fyrir Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:35 Mercedes Benz Formúlu 1 bíll í keppni. Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent
Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent