Rússnesk rúlletta á BMW M1 Coupe Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 09:56 Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent
Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent