Sögulærdómur Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. desember 2015 09:52 Auðvelt er að gleyma því í gleði jólahátíðarinnar og aðdraganda áramóta að í heiminum eru í dag uppi aðstæður sem ekki er að finna hliðstæðu við nema að leita áratugi aftur í tímann. Rétt fyrir jól var frá því greint að á árinu hafi meira en milljón flóttamenn komið til Evrópu, tæp 973 þúsund sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið og yfir 34 þúsund landleiðina frá Tyrklandi. Fólkið flýr hörmungar til að bjarga lífi sínu og lendir í hörmungum á flótta sínum. Þannig er talið að fjögur þúsund manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið. Þessu fólki hefði mátt bjarga með því að standa betur að móttöku þess Evrópumegin, þar sem nú virðist, í kreppulok og skugga hryðjuverkaógnar, frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð og þjóðernishyggjuraus. Í predikun sem séra Davíð Þór Jónsson flutti á aðfangadag í Eskifjarðarkirkju og í Þingmúlakirkju á jóladag bendir hann á að mesta ógnin við öryggi Evrópu nú um stundir sé lýðskrum, þjóðremba og skeytingarleysi almennra borgara. „Sagan kennir okkur að slíku fylgir mun víðtækari tortíming og dauði en misstórum og miseinangruðum hópum vopnaðra brjálæðinga,“ segir hann. Síðast hafi ástand af þessu tagi leitt til heimsstyrjaldar þar sem 70 milljónir manna um heim allan létu lífið, hermenn sem óbreyttir borgarar, þar af sex milljónir í útrýmingarbúðum. Upphafið hafi hins vegar verið tiltölulega sakleysislegt. „Fyrst var varað við fólki af ákveðnum uppruna og samneyti við það af því að þetta fólk blandaðist ekki öðrum og hélt fast í siði sína og venjur.“ Við hafi tekið samsæriskenningarnar og svo sniðganga á verslunum og fyrirtækjum fólks, bænahúsum hafi verið lokað og bygging þeirra bönnuð. „Látið var óátalið að fólk neitaði að leigja því íbúðarhúsnæði vegna trúar þess og uppruna. Gott en grunnhyggið fólk hafði einfaldlega verið gert logandi hrætt við þennan hóp samborgara sinna. Ferðafrelsi þeirra var skert, bakgrunnur fólks var kannaður rækilega til að grennslast fyrir um uppruna þess, ætterni og sögu.“ Davíð Þór spyr hvort þetta hljómi kunnuglega? Hvort fólk hafi orðið vart við málflutning hjá stjórnmálamönnum sem beinlínis miði að því að næra og styrkja þessar kenndir? Hvort þess hafi orðið vart að kynt sé undir ótta og tortryggni í garð þess minnihlutahóps, sem kannski standi einmitt höllustum fæti í samfélagi okkar fyrir, í von um vinsældir og atkvæði? Og jú, það er ekki laust við að svo sé. Þess vegna er mikilvægt að muna að hatursorðræðan byggir á sandi. Hér er atvinnuleysi að nálgast sögulegt lágmark og hryðjuverkaógn í Evrópu oft verið meiri á undangengnum áratugum. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, bendir líka á að flóttafólk geti haft margt mikilvægt fram að færa í þeim löndum sem það flytur til. Hér veitir okkur ekkert af fjölbreytninni og sagan sýnir okkur hversu mikilvægt er að spyrna við fótum þegar fáfræði og fordómar ná flugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Auðvelt er að gleyma því í gleði jólahátíðarinnar og aðdraganda áramóta að í heiminum eru í dag uppi aðstæður sem ekki er að finna hliðstæðu við nema að leita áratugi aftur í tímann. Rétt fyrir jól var frá því greint að á árinu hafi meira en milljón flóttamenn komið til Evrópu, tæp 973 þúsund sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið og yfir 34 þúsund landleiðina frá Tyrklandi. Fólkið flýr hörmungar til að bjarga lífi sínu og lendir í hörmungum á flótta sínum. Þannig er talið að fjögur þúsund manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið. Þessu fólki hefði mátt bjarga með því að standa betur að móttöku þess Evrópumegin, þar sem nú virðist, í kreppulok og skugga hryðjuverkaógnar, frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð og þjóðernishyggjuraus. Í predikun sem séra Davíð Þór Jónsson flutti á aðfangadag í Eskifjarðarkirkju og í Þingmúlakirkju á jóladag bendir hann á að mesta ógnin við öryggi Evrópu nú um stundir sé lýðskrum, þjóðremba og skeytingarleysi almennra borgara. „Sagan kennir okkur að slíku fylgir mun víðtækari tortíming og dauði en misstórum og miseinangruðum hópum vopnaðra brjálæðinga,“ segir hann. Síðast hafi ástand af þessu tagi leitt til heimsstyrjaldar þar sem 70 milljónir manna um heim allan létu lífið, hermenn sem óbreyttir borgarar, þar af sex milljónir í útrýmingarbúðum. Upphafið hafi hins vegar verið tiltölulega sakleysislegt. „Fyrst var varað við fólki af ákveðnum uppruna og samneyti við það af því að þetta fólk blandaðist ekki öðrum og hélt fast í siði sína og venjur.“ Við hafi tekið samsæriskenningarnar og svo sniðganga á verslunum og fyrirtækjum fólks, bænahúsum hafi verið lokað og bygging þeirra bönnuð. „Látið var óátalið að fólk neitaði að leigja því íbúðarhúsnæði vegna trúar þess og uppruna. Gott en grunnhyggið fólk hafði einfaldlega verið gert logandi hrætt við þennan hóp samborgara sinna. Ferðafrelsi þeirra var skert, bakgrunnur fólks var kannaður rækilega til að grennslast fyrir um uppruna þess, ætterni og sögu.“ Davíð Þór spyr hvort þetta hljómi kunnuglega? Hvort fólk hafi orðið vart við málflutning hjá stjórnmálamönnum sem beinlínis miði að því að næra og styrkja þessar kenndir? Hvort þess hafi orðið vart að kynt sé undir ótta og tortryggni í garð þess minnihlutahóps, sem kannski standi einmitt höllustum fæti í samfélagi okkar fyrir, í von um vinsældir og atkvæði? Og jú, það er ekki laust við að svo sé. Þess vegna er mikilvægt að muna að hatursorðræðan byggir á sandi. Hér er atvinnuleysi að nálgast sögulegt lágmark og hryðjuverkaógn í Evrópu oft verið meiri á undangengnum áratugum. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, bendir líka á að flóttafólk geti haft margt mikilvægt fram að færa í þeim löndum sem það flytur til. Hér veitir okkur ekkert af fjölbreytninni og sagan sýnir okkur hversu mikilvægt er að spyrna við fótum þegar fáfræði og fordómar ná flugi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun