Innlent

Krapaflóð féll á íbúðarhús í Hrafnkelsdal

Birgir Olgeirsson skrifar
Krapaflóðið var stórt og náði upp undir glugga á efri hæð hússins og krapi er í herbergjum á neðri hæð.
Krapaflóðið var stórt og náði upp undir glugga á efri hæð hússins og krapi er í herbergjum á neðri hæð. vísir
Á annan tug björgunarmanna úr Björgunarsveitinni Jökli í Jökuldal eru nú á leið að bæ í Hrafnkelsdal inn af Jökuldal þar sem krapaflóð féll á íbúðarhús síðdegis í dag. Krapaflóðið var stórt og náði upp undir glugga á efri hæð hússins og krapi er í herbergjum á neðri hæð. Engin slys urðu á fólki. Ábúendur eru tveir en annar þeirra er staddur í fjárhúsum innar í dalnum og situr þar fastur eftir að ófært varð á milli íbúðarhússins og fjárhúsanna.

Erfitt er að komast á staðinn þar sem vegurinn er í sundur vegna vatnavaxtar. Bændur á svæðinu reyna að komast að bænum, m.a. með því að nota dráttarvélar til að búa til leið fram hjá skarðinu í veginum. Vegagerðin er einnig að senda tæki á staðinn til að laga veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×