Nýr Land Rover Discovery Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 12:43 Sjá má að mýkri línur fara nú um nýjan Discovery. motor1.com Land Rover mun kynna nýja kynslóð Discovery jeppans fljótlega á næsta ári og kemur hann þá af fimmtu kynslóð. Bíllinn verður talsvert léttari en forverinn og fær sama undirvagn og Range Rover og Range Rover Sport. Nýr Discovery verður enn meiri lúxusvagn en núverandi bíll og slagar hátt í íburðinn í Range Rover bílunum. Hann verður áfram boðinn 7 manna og sem fyrr mjög rúmgóður bíll. Ytra útlit bílsins er undir miklum áhrifum Discovery Vision Concept tilraunabílsins sem Land Rover kynnti í fyrra og er með mýkri línum en sjást í núverandi gerð Discovery. Land Rover hefur endurnýjað 3,0 lítra SDV6 dísilvélina og hún verður hvort í senn eyðslugrennri og öflugri en áður. Land Rover mun áfram bjóða óbreyttan Discovery Sport bíl, en ekki er svo langt síðan hann kom í núverandi mynd. Fyrirtækið ætlar síðan að bjóða enn minni bíl en Discovery Sport, bíl sem myndi þá teljast til jepplinga. Eitthvað lengri bið verður eftir honum en þessari nýju gerð fullvaxins Discovery. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent
Land Rover mun kynna nýja kynslóð Discovery jeppans fljótlega á næsta ári og kemur hann þá af fimmtu kynslóð. Bíllinn verður talsvert léttari en forverinn og fær sama undirvagn og Range Rover og Range Rover Sport. Nýr Discovery verður enn meiri lúxusvagn en núverandi bíll og slagar hátt í íburðinn í Range Rover bílunum. Hann verður áfram boðinn 7 manna og sem fyrr mjög rúmgóður bíll. Ytra útlit bílsins er undir miklum áhrifum Discovery Vision Concept tilraunabílsins sem Land Rover kynnti í fyrra og er með mýkri línum en sjást í núverandi gerð Discovery. Land Rover hefur endurnýjað 3,0 lítra SDV6 dísilvélina og hún verður hvort í senn eyðslugrennri og öflugri en áður. Land Rover mun áfram bjóða óbreyttan Discovery Sport bíl, en ekki er svo langt síðan hann kom í núverandi mynd. Fyrirtækið ætlar síðan að bjóða enn minni bíl en Discovery Sport, bíl sem myndi þá teljast til jepplinga. Eitthvað lengri bið verður eftir honum en þessari nýju gerð fullvaxins Discovery.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent