Jenson Button skilinn Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:47 Jenson Button og Jessica Michibata meðan allt lék í lyndi. Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent