Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz í Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:22 Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent