Innlent

Stormur um mest allt land í nótt

Vísir/Vilhelm
Stormur, eða upp í 25 metra á sekúndu hefur verið um mest allt land í nótt , einkum á suðaustanverðu landinu, en verulega á að draga úr vindi í dag. Hiti eru um allt land og því hláka með tilheyrandi hálku og víðast flughálku, sem varað er við.

Fréttastofunni er kunnugt um að minnstakosti tvær bílveltur í gær, sem rekja má til hálku, en engan sakaði. Gangandi vegfarendum varð líka hált á svellinu og leituðu þónokkrir á slysadeild Landspítalans í gær eftir hálkuslys.

Veðurstofan varar við því að víða megi búast við að ár og lækir geti rutt sig með tilheyrandi vatnavöxtum og að klaki stífli hugsanlega ræsi við vegi. Þetta á einkum við á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum, en þar er spáð mikilli rigningu fram yfir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×