Innlent

Sólin kíkir víða í heimsókn á köldum jóladegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er kalt en hvítt á landinu þessi jólin.
Það er kalt en hvítt á landinu þessi jólin. Vísir/Vilhelm
Heldur kalt en nokkuð milt verður í veðri hér á landi á jóladag. Von er á norðan 8-13 m/s og éljum Norðan- og Austanlands en annars úrkomulítið. Á að lægja og rofa til með morgninum.

Austan 8-15 m/2 dálítil snjókoma eða él verða við suðvesturströndina eftir hádegi en annars yfirleitt hæg og suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað.

Frost verður á bilinu 5-20 stig og kaldast í innsveitum Norðan- og Austanlands. Víða má eiga von á því að sólin láti sjá sig og ylji fólki örlítið í fimbulkuldanum.

Á morgun er von á Suðaustan 10-15 m/s og skúrum eða éljum Sunnan- og Vestanlands. Annars hægari og úrkomulítið og dregur talsvert úr frosti og hlánar syðst.

Svona er reiknað með því að veðrið verði á landinu klukkan tólf á hádegi samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.Skjáskot af vef Veðurstofunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×