
„Þó maður viti nú nöfn þeirra sem eru að borða hjá manni um jólin þá er ekkert persónulegra en nafnið manns og mér finnst gaman að vera með merkt sæti, það setur punktinn yfir i-ið hvort sem það er um jól eða áramót,“ segir Marta glöð í bragði.



Yfir jólahátíðina er gaman að gera vel við sig í mat og drykk.
Marta Rún setti saman þennan hátíðarkokteil sem er í senn fallegur fyrir augað, einfaldur og góður. Það er einfaldlega blanda sem getur ekki klikkað.
Gott freyðivín (ég mæli með Prosecco fyrir þennan drykk því það er ekki of sætt)
Jarðarberja-Mickey Finn (notað í drykkinn eins og jarðarberjasíróp)
Rósmarínstöngull
Hrásykur
Byrjaðu á því að dýfa glasinu í smá vatn, dýfðu því svo í hrásykurinn og láttu þorna í smá stund.
Helltu prosecco í glasið.
Varlega hellir þú síðan jarðarberja-Mickey Finn í glasið. Ég setti það í rör sem ég hélt fyrir neðst og sleppti svo innihaldinu í botninn á glasinu.
Á endanum seturðu rósmarínstöngul út í glasið og þá er drykkurinn tilbúinn.