Volkswagen EM-útgáfur Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 14:01 Allar þær útgáfur Volkswagen bílanna sem fást muna í "Allstar" útfærslu. Í tilefni Evrópukeppninnar í fótbolta næsta ætlar Volkswagen að bjóða sérstakar EM-útgáfur margra bílgerða sinna og verða þeir talsvert betur útbúnir en hefbundnar gerðir þeirra. Þessar bílgerðir sem fá má í þessari útgáfu eru Polo, Golf, Golf langbakur, Golf Sportsvan, Golf blæjubíll, Jetta, Bjalla, blæjubjalla, Scirocco og Sharan. Að yrta útliti bílanna má aðgreina þá frá grunngerðunum með “Allstar” merkingu á b-bita þeirra, þ.e. milli fram- og afturhurða, á þokuljósum og sérstökum Linas álfelgum, sem sannast sagna eru mjög flottar. Að innan eru einnig sérstakar “Allstar” merkingar í dyrakarmi, Climatronic miðstöð og vetrarpakka sem inniheldur upphituð framsæti, upphitaða framrúðu og rúðupisssprautu og þvottakerfi fyrir aðlljós. Fleiri viðbætur fylgja þessum útgáfum og er virði þeirra að sögn Volkswagen 3.900 evrur, en bílarnir kosta ekki það mikið meira en grunngerðir þeirra. Volkswagen hefur fengið nokkra fræga fótboltamenn til að leika í auglýsingu fyrir þessa útfærslu bílanna, meðal annars André Schürrle, Thomas Müller, Julian Draxler og Max Kruse. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Í tilefni Evrópukeppninnar í fótbolta næsta ætlar Volkswagen að bjóða sérstakar EM-útgáfur margra bílgerða sinna og verða þeir talsvert betur útbúnir en hefbundnar gerðir þeirra. Þessar bílgerðir sem fá má í þessari útgáfu eru Polo, Golf, Golf langbakur, Golf Sportsvan, Golf blæjubíll, Jetta, Bjalla, blæjubjalla, Scirocco og Sharan. Að yrta útliti bílanna má aðgreina þá frá grunngerðunum með “Allstar” merkingu á b-bita þeirra, þ.e. milli fram- og afturhurða, á þokuljósum og sérstökum Linas álfelgum, sem sannast sagna eru mjög flottar. Að innan eru einnig sérstakar “Allstar” merkingar í dyrakarmi, Climatronic miðstöð og vetrarpakka sem inniheldur upphituð framsæti, upphitaða framrúðu og rúðupisssprautu og þvottakerfi fyrir aðlljós. Fleiri viðbætur fylgja þessum útgáfum og er virði þeirra að sögn Volkswagen 3.900 evrur, en bílarnir kosta ekki það mikið meira en grunngerðir þeirra. Volkswagen hefur fengið nokkra fræga fótboltamenn til að leika í auglýsingu fyrir þessa útfærslu bílanna, meðal annars André Schürrle, Thomas Müller, Julian Draxler og Max Kruse.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent