Volkswagen hættir notkun slagorðsins “Das Auto” Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 11:16 Merki og slagorð Volkswagen. Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður
Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður