Innlent

Mikil kyrrð í höfuðborginni á vetrarsólstöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Vetrarsólstöður eru í dag og var mikil kyrrð yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir lengstu nótt ársins.

Á vetrarsólstöðum er sólin í lægstu stöðu á himninum og nú fer sólin aftur að hækka á lofti, fram að sumarsólstöðum í júní.

Kvikmyndatökumenn fréttastofunnar, Friðrik Þór Halldórsson og Egill Aðalsteinsson, voru á ferð um borgina í dag og mynduðu fegurðina sem fyrir augu bar, eins og sjá má í spilaranum að ofan.

Að neðan má svo sjá ljósmyndir af fallegri Esjunni sem teknar voru í dag.

Vísir/egill aðalsteinsson
Vísir/egill aðalsteinsson
Vísir/egill aðalsteinsson
Vísir/egill aðalsteinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×