Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2015 20:30 Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Búast má við hrinu eldgosa úr Bárðabungu næsta áratuginn, að mati jarðvísindamanna. Þeir sjá líkindi með goshrinum sem urðu í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld en einnig með Kröflueldum. Það var strax á upphafsdögum Holuhraunselda fyrir sextán mánuðum sem jarðvísindamenn, þeirra á meðal Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, vörpuðu fram þeirri kenningu að þetta væri aðeins byrjunin á langri goshrinu úr eldstöðinni Bárðarbungu. Hún myndi vara í mörg ár, jafnvel áratug. Margt þótti minna á Kröfluelda en Kröflusvæðið á það sammerkt með Bárðarbungu að vera megineldstöð á flekaskilum. Fyrsta Kröflugosið varð í desember 1975, fyrir réttum 40 árum. Sextán mánaða goshlé varð svo þar til jarðeldur braust upp næst í apríl 1977. Þéttust urðu Kröflugosin á árunum 1980 til 1981 þegar aðeins liðu þrír til fjórir mánuðir á milli gosa en Kröflueldum lauk haustið 1984. Þrettán mánuðir liðu að jafnaði á milli Kröflugosanna, sem urðu alls níu talsins á níu árum. Auk þeirra urðu fimmtán kvikuhlaup sem ekki enduðu með gosi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að jarðskjálftar í Bárðarbungu að undanförnu væru talin merki þess að kvika streymdi nú inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson kvaðst klárlega túlka þetta svo að Bárðarbunga væri að búa sig undir nýtt gos, sem hann spáði að gæti orðið á næsta eða þarnæsta ári. Ármann segir að þegar eldstöðvar á flekaskilum fari af stað megi búast við goshrinu sem taki áratug. Hann rifjar upp að slík goshrina hafi orðið í Bárðarbungu fyrir 150 árum og nokkru síðar í Öskju, sem lauk með stórgosi árið 1875. Það varð mikið sprengigos og olli miklum búsifjum á Norðaustur- og Austurlandi og er talið hafa ýtt undir fólksflutninga til Vesturheims. Saga Kröfluelda var rifjuð upp í þættinum "Um land allt" sem sjá má hér á Sjónvarpsvísi.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent