Kia efst í áreiðanleikakönnun Auto Bild Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 13:24 Kia hefur klifrað hratt upp listann á undanförnum árum og hefur nú náð á topp hans. Kia Kia Motors er í efsta sæti í áreiðanleikaskýrslu hins virta þýska bílatímarits Auto Bild fyrir árið 2015. Það þykir mikill heiður að ná efsta sæti áreiðanleikaskýrslu Auto Bild sem kemur út árlega en í henni er tekin saman ánægja bíleigenda, áreiðanleiki bíla og langtíma gæði þeirra á þýska markaðnum. Kia fékk mjög hátt skor í öllum flokkum og hæsta skor í ábyrgðarhlutanum enda eini bílaframleiðandinn í heiminum sem býður 7 ára ábyrgð á bílum sínum. Kia hefur hækkað jafnt og þétt í áreiðanleikakönnun Auto Bild síðustu ár. Árið 2012 var Kia í 12. sætinu en er nú í ár komið í toppsætið eins og áður segir. Kia deildi efsta sætinu með Mazda en bæði merkin fengu 2,15 í lokaeinkunn sem þykir framúrskarandi árangur. Honda, Hyundai og Toyota voru í 3.-5. sæti með 2,43 í einkunn. ,,Við erum afar ánægð og stolt með þennan frábæra árangur í áreiðanleikakönnun Auto Bild. Þetta staðfestir að Kia hefur komið sér í fremstu röð bílaframleiðanda. Kia hefur lagt mikla vinnu í að framleiða bíla sem eru í hæsta gæðaflokki og sú vinna hefur skilað sér. Kia bílarnir hafa verið að fá mjög góða dóma fyrir áreiðanleika, fallega hönnun, góða aksturseiginleika og hátt endursöluverð. Meira en helmingur nýrra Kia bíla, sem seldir eru í Evrópu, koma af færibandinu í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Í verksmiðjunni eru framleiddir Kia bíla fyrir Evrópumarkað sem uppfylla hæstu gæðaviðmið,” segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. ,,Við finnum það einnig hér heima að íslenskir eigendur Kia bíla eru mjög ánægðir. Það sýna líka sölutölur en Kia er í öðru sætinu yfir mest seldu bílana á Íslandi á árinu 2015," segir Jón Trausti ennfremur. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent
Kia Motors er í efsta sæti í áreiðanleikaskýrslu hins virta þýska bílatímarits Auto Bild fyrir árið 2015. Það þykir mikill heiður að ná efsta sæti áreiðanleikaskýrslu Auto Bild sem kemur út árlega en í henni er tekin saman ánægja bíleigenda, áreiðanleiki bíla og langtíma gæði þeirra á þýska markaðnum. Kia fékk mjög hátt skor í öllum flokkum og hæsta skor í ábyrgðarhlutanum enda eini bílaframleiðandinn í heiminum sem býður 7 ára ábyrgð á bílum sínum. Kia hefur hækkað jafnt og þétt í áreiðanleikakönnun Auto Bild síðustu ár. Árið 2012 var Kia í 12. sætinu en er nú í ár komið í toppsætið eins og áður segir. Kia deildi efsta sætinu með Mazda en bæði merkin fengu 2,15 í lokaeinkunn sem þykir framúrskarandi árangur. Honda, Hyundai og Toyota voru í 3.-5. sæti með 2,43 í einkunn. ,,Við erum afar ánægð og stolt með þennan frábæra árangur í áreiðanleikakönnun Auto Bild. Þetta staðfestir að Kia hefur komið sér í fremstu röð bílaframleiðanda. Kia hefur lagt mikla vinnu í að framleiða bíla sem eru í hæsta gæðaflokki og sú vinna hefur skilað sér. Kia bílarnir hafa verið að fá mjög góða dóma fyrir áreiðanleika, fallega hönnun, góða aksturseiginleika og hátt endursöluverð. Meira en helmingur nýrra Kia bíla, sem seldir eru í Evrópu, koma af færibandinu í hátæknivæddri verksmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Í verksmiðjunni eru framleiddir Kia bíla fyrir Evrópumarkað sem uppfylla hæstu gæðaviðmið,” segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. ,,Við finnum það einnig hér heima að íslenskir eigendur Kia bíla eru mjög ánægðir. Það sýna líka sölutölur en Kia er í öðru sætinu yfir mest seldu bílana á Íslandi á árinu 2015," segir Jón Trausti ennfremur.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent