Enski boltinn

Jackson og Leonard bestu leikmenn vikunnar í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kawhi Leonard hélt upp á útnefninguna með því að eiga flottan leik í nótt.
Kawhi Leonard hélt upp á útnefninguna með því að eiga flottan leik í nótt. Vísir/AFP
Reggie Jackson, leikmaður Detroit Pistons, og Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs, voru valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í körfubolta í vikunni 14. til 20. desember. Jackson þótti bestur í Austurdeildinni en Leonard í Vesturdeildinni.

Reggie Jackson og félagar í Detroit Pistons unnu 2 af 3 leikjum sínum í vikunni og Jackson var með 29,3 stig, 6,3 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði yfir 30 stig í tveimur þessara leikja og var í aðalhlutverki í fjórðu framlengingunni þegar Detroit vann 147-144 á nágrönnunum úr Chicago Bulls.

Kawhi Leonard og félagar í San Antonio Spurs unnu alla þrjá leiki sína í vikunni og Leonard var með 22,7 stig, 6,3 fráköst, 2,7 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta að meðaltali. Hann hitti úr 56,4 prósent skota sinna. Besti leikur hans var í sigri á Washington Wizards þar sem hann skoraði 27 stig.

Aðrir leikmenn sem voru tilnefndir í þessari viku voru þeir Paul Millsap (Atlanta), LeBron James (Cleveland), Andre Drummond (Detroit), Klay Thompson (Golden State), Andrew Wiggins (Minnesota), Carmelo Anthony (New York), Nikola Vucevic (Orlando) og DeMar DeRozan (Toronto).

Leikmenn vikunnar til þessa á NBA-tímabilinu

27. okt – 1. nóv.     Andre Drummond (Detroit Pistons) og Stephen Curry (Golden State Warriors)

2. til 8. nóv.        Andre Drummond (Detroit Pistons) og James Harden (Houston Rockets)

9. til 15. nóv.        Nicolas Batum (Charlotte Hornets) og DeMarcus Cousins (Sacramento Kings)

16. til 22. nóv.    LeBron James (Cleveland Cavaliers) og Stephen Curry (Golden State Warriors)

23. til 29. nóv.    Paul George (Indiana Pacers) og Kevin Durant (Oklahoma City Thunder)

30. nóv. til 6. des.    Reggie Jackson (Detroit Pistons) og Stephen Curry (Golden State Warriors)

7. til 13. des.        DeMar DeRozan (Toronto Raptors) og Kevin Durant (Oklahoma City Thunder)

14. til 20. des        Reggie Jackson (Detroit Pistons) og Kawhi Leonard (San Antonio Spurs)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×