529 hestafla Vauxhall pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 10:22 Vauxhall Maloo LSA. Autoblog Í Bretlandi má fá þennan Vauxhall Maloo LSA pallbíll með 529 hestafla vél og er hann eðlilega öflugasti pallbíll sem kaupa má þar í landi. Þessi bíll er upprunninn hjá Holden í Ástralíu, en Holden er undirmerki General Motors þar í landi, en Vauxhall og Opel tilheyra einnig General Motors. Vélin í bílnum er 6,2 lítra V8 með keflablásara og með henni er bíllinn 4,6 sekúndur í hundraðið. Hann getur tekið 540 kíló á pallinn og þá er hann kannski ekki eins fljótur upp og hætt er við því að farmurinn hyrfi af bílnum ef allt afl bílsins yrði virkjað. Vauxhall bauð áður þennan bíl með 425 hestafla V8 vél, en mun með tilkomu þeirrar 6,2 lítra hætta framleiðslu hans. Allt þetta afl er ekki ókeypis því bíllinn kostar 54.500 pund í Bretlandi, eða 10,6 milljónir króna. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent
Í Bretlandi má fá þennan Vauxhall Maloo LSA pallbíll með 529 hestafla vél og er hann eðlilega öflugasti pallbíll sem kaupa má þar í landi. Þessi bíll er upprunninn hjá Holden í Ástralíu, en Holden er undirmerki General Motors þar í landi, en Vauxhall og Opel tilheyra einnig General Motors. Vélin í bílnum er 6,2 lítra V8 með keflablásara og með henni er bíllinn 4,6 sekúndur í hundraðið. Hann getur tekið 540 kíló á pallinn og þá er hann kannski ekki eins fljótur upp og hætt er við því að farmurinn hyrfi af bílnum ef allt afl bílsins yrði virkjað. Vauxhall bauð áður þennan bíl með 425 hestafla V8 vél, en mun með tilkomu þeirrar 6,2 lítra hætta framleiðslu hans. Allt þetta afl er ekki ókeypis því bíllinn kostar 54.500 pund í Bretlandi, eða 10,6 milljónir króna.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent