Frjálsari reglur í opnum fangelsum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. desember 2015 11:00 Fangelsið á Sogni er svokallað opið úrræði. Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent