Nær einhver að stríða Jordan Spieth á nýju ári? 31. desember 2015 13:00 Spieth og McIlroy eiga eftir að standa í ströngu á nýju ári. vísir/Getty Árið 2015 var viðburðaríkt í heimsgolfinu en það má með sanni segja að nýtt tímabil sé hafið þar sem Tiger Woods er ekki lengur maðurinn sem allir vilja sigra. Tiger átti afar slæmt ár og þurfti meðal annars að gangast undir tvær aðgerðir á baki. Hann lék aðeins í 11 mótum á árinu, náði niðurskurðinum í fjórum sinnum og endaði aðeins einu sinni meðal tíu efstu manna. Hann fagnar nú 40 ára afmæli sínu þessa dagana og hefur gefið það út að það gæti orðið löng leið á toppinn á ný, sérstaklega í ljósi þess að það eru þrír kylfingar sem sýndu ótrúlega spilamennsku á árinu, Rory McIlroy, Jason Day og síðast en ekki síst Jordan Spieth. Þessir þrír skiptust á því að berjast um stærstu bitana á árinu og eru í afgerandi þremur efstu sætunum á heimslistanum. McIlroy sigraði í þremur mótum á árinu þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta vegna meiðsla á fæti sem hann hlaut í fótbolta með félögum sínum en tveir af þessum sigrum komu í stórum heimsmótum í golfi. Jason Day kom gríðarlega sterkur inn á seinni hluta ársins en hann sigraði í tveimur mótum á lokamótaröð PGA-mótaraðarinnar og tryggði sér Fed-Ex bikarinn ásamt 10 milljón dollara ávísun. Hann sigraði einnig á PGA-meistaramótinu en það toppaði þó engin Jordan Spieth sem situr í efsta sæti heimslistans nú í árslok. Spieth sigraði á fyrstu tveimur risamótum ársins, Masters og US Open. Hann endaði í fjórða sæti á Opna breska og í öðru sæti á PGA-meistaramótinu en fyrir utan það sigraði hann á þremur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni og virtist nánast ósigrandi á tímabili. Það eru þvi mörgum spurningum ósvarað fyrir árið 2016. Nær Tiger Woods að koma til baka? Heldur Jordan Spieth áfram að fara á kostum eða eiga Day eða McIlroy eftir að slá honum við? Þá er samantektinni ekki lokið fyrr en besta högg ársins er valið en það koma fá önnur til greina heldur en djarft annað högg Írans Shane Lowry á tíundu holu á Bridgestone Invitational sem er eitt stærsta mótið á heimsmótaröðinni í golfi. Lowry þurfti að lyfta boltanum gríðarlega hátt úr hræðilegri legu, yfir stórt tré og glompu sem voru fyrir flötinni. Það tókst, undir gríðarlegi pressu, en hann endaði á því að sigra í mótinu sem var hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni. Höggið magnaða er hægt að sjá hér. Tímabilið fyrir árið 2016 hefst af alvöru þann 7. janúar en þá fer fram Tournament of Champions á Hawai þar sem aðeins þeir sem sigruðu í móti á síðasta tímabili fá þátttökurétt. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Árið 2015 var viðburðaríkt í heimsgolfinu en það má með sanni segja að nýtt tímabil sé hafið þar sem Tiger Woods er ekki lengur maðurinn sem allir vilja sigra. Tiger átti afar slæmt ár og þurfti meðal annars að gangast undir tvær aðgerðir á baki. Hann lék aðeins í 11 mótum á árinu, náði niðurskurðinum í fjórum sinnum og endaði aðeins einu sinni meðal tíu efstu manna. Hann fagnar nú 40 ára afmæli sínu þessa dagana og hefur gefið það út að það gæti orðið löng leið á toppinn á ný, sérstaklega í ljósi þess að það eru þrír kylfingar sem sýndu ótrúlega spilamennsku á árinu, Rory McIlroy, Jason Day og síðast en ekki síst Jordan Spieth. Þessir þrír skiptust á því að berjast um stærstu bitana á árinu og eru í afgerandi þremur efstu sætunum á heimslistanum. McIlroy sigraði í þremur mótum á árinu þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta vegna meiðsla á fæti sem hann hlaut í fótbolta með félögum sínum en tveir af þessum sigrum komu í stórum heimsmótum í golfi. Jason Day kom gríðarlega sterkur inn á seinni hluta ársins en hann sigraði í tveimur mótum á lokamótaröð PGA-mótaraðarinnar og tryggði sér Fed-Ex bikarinn ásamt 10 milljón dollara ávísun. Hann sigraði einnig á PGA-meistaramótinu en það toppaði þó engin Jordan Spieth sem situr í efsta sæti heimslistans nú í árslok. Spieth sigraði á fyrstu tveimur risamótum ársins, Masters og US Open. Hann endaði í fjórða sæti á Opna breska og í öðru sæti á PGA-meistaramótinu en fyrir utan það sigraði hann á þremur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni og virtist nánast ósigrandi á tímabili. Það eru þvi mörgum spurningum ósvarað fyrir árið 2016. Nær Tiger Woods að koma til baka? Heldur Jordan Spieth áfram að fara á kostum eða eiga Day eða McIlroy eftir að slá honum við? Þá er samantektinni ekki lokið fyrr en besta högg ársins er valið en það koma fá önnur til greina heldur en djarft annað högg Írans Shane Lowry á tíundu holu á Bridgestone Invitational sem er eitt stærsta mótið á heimsmótaröðinni í golfi. Lowry þurfti að lyfta boltanum gríðarlega hátt úr hræðilegri legu, yfir stórt tré og glompu sem voru fyrir flötinni. Það tókst, undir gríðarlegi pressu, en hann endaði á því að sigra í mótinu sem var hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni. Höggið magnaða er hægt að sjá hér. Tímabilið fyrir árið 2016 hefst af alvöru þann 7. janúar en þá fer fram Tournament of Champions á Hawai þar sem aðeins þeir sem sigruðu í móti á síðasta tímabili fá þátttökurétt.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira