Innlent

Búið að loka Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði

Atli Ísleifsson skrifar
Af Holtavörðuheiði
Af Holtavörðuheiði Vísir/GVA
Búið er að loka Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði og er þar ekkert ferðaveður. Í frétt tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hins vegar sé búið að aflétta lokunum á Austurlandi.

„Upp úr hádegi fer að draga úr mesta veðurofsanum á austanverðu landinu  en þó verður mjög hvöss suðlæg átt þar fram eftir degi. Eftir hádegi hvessir mjög af suðvestri, á Norðurlandi, einkum á Skaga og Tröllaskaga og eins á NA-verðu landinu, má búast við meðalvindi þar 23-30 m/s. Dregur úr vindi í kvöld.

Færð og aðstæður

Þæfingur er á Hellisheiði og á köflum slæmt skyggni. Vegfarendum er beðnir um að fara frekar um Þrengsli en þar er karpi og skafrenningur. Á Suðurlandi er annars sumstaðar krapi eða hálkublettir á vegum.

Mjög hvasst er nú víða á Vesturlandi og hálka eða snjóþekja á vegum enda sumstaðar éljagangur.  Lokað er á Holtavörðuheiði og  Bröttubrekku og þar er ekkert ferðaveður. Flughált er í Álftafirði á Snæfellsnesi.

Á  Vestfjörðum er víða hálka en flughált á Stöndum úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp. Stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja og óveður á Þröskuldum.

Vegir á Norðvesturlandi eru víða auðir þótt sumstaðar sé nokkur hálka, einkum á fjallvegum. Varað er við hvassviðri á Vatnsskarði og Þverárfjalli en ófært er frá Hofsósi út í Siglufjörð. Öxnadalsheiði er lokuð og varað er við hvassviðri víða á Norðausturlandi. Búið er að opna yfir Fjöllin en þar er þó enn hvasst.

Á Austurlandi er krapi í Fagradal og á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði. Flughált er í Jökuldalshlíð. Hálka og óveður er á Möðrudalsöræfum. Þungfært er á Vatnsskarði eystra. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á ferð yfir Meleyri í Breiðdalsvík vegna vatnaskemmda,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×