Sjóhús svo gott sem farið: „Aldrei kynnst öðru eins“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2015 11:41 Björgunarsveitarmenn verða á vaktinni á Eskifirði í dag. Myndir frá Esjari Má Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. Formaðurinn Bergmann Þór Kristjánsson segir veður tekið að lægja en hann hafi aldrei upplifað svo vont veður. Hann hefur búið á Eskifirði undanfarin tólf ár. „Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum. Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.EskifjörðurPosted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015Bergmann segir ástandið á hinu húsinu öllu skárra en þó alls ekki gott. Aðeins utar sé svo gamalt bryggjuhús þar sem sjórinn gagni í gegn. Lítið sé við þessu að gera. Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn. „Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindurPosted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015 Veður Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 „Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hjá Brimrúnu á Eskifirði voru að fá sér að borða og drekka þegar fréttastofa heyrði í þeim um hálftólfleytið í dag. Formaðurinn Bergmann Þór Kristjánsson segir veður tekið að lægja en hann hafi aldrei upplifað svo vont veður. Hann hefur búið á Eskifirði undanfarin tólf ár. „Við erum farnir að sjá fyrir endann á verkefnum í bili,“ segir Bergmann sem gaf sér tíma til að ræða við fréttastofu. Menn yrðu áfram á vaktinni í dag og farnar reglulegar ferðir en skemmdir væru af ýmsum toga í bænum. Þakplötur hefðu fokið af einu húsi og veggplötur af nokkrum til viðbótar. Þá væru tvö sjóhús, sem Vísir fjallaði um í morgun, afar illa farin en annað þeirra má sjá á myndbandi sem Hákon Selja birti á Facebook-síðu sinni í dag.Áttu myndir eða myndbönd frá óveðrinu á Austfjörðum. Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.EskifjörðurPosted by Hákon U. Seljan Jóhannsson on Wednesday, December 30, 2015Bergmann segir ástandið á hinu húsinu öllu skárra en þó alls ekki gott. Aðeins utar sé svo gamalt bryggjuhús þar sem sjórinn gagni í gegn. Lítið sé við þessu að gera. Bergmann segir veginn út úr bænum í átt að þjóðvegi 92 vera farinn í sundur og þar sem grannt fylgst með gangi mála. Mesta mildi þykir að enginn hafi slasast. Einn liðsmaður sveitarinnar hafi fengið byltu og brot á sig en sloppið með skrekkinn. „Þetta fór eins vel mannalega séð og hægt er,“ segir Bergmann. Veðrið sem varað var við hafi staðið undir nafni. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“Esjar Már tók myndirnar að neðan á Eskifirði í morgun.20 stiga hiti og sól..djók bara sma vindurPosted by Esjar Már on Wednesday, December 30, 2015
Veður Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 „Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ Vitlaust veður er á Eskifirði og standa björgunarsveitarmenn í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir. 30. desember 2015 08:39
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28