Semur, syngur, leikur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2015 12:00 "Þetta er ævintýri þar sem rómantíkin kemur við sögu og ungi maðurinn lærir sitthvað um sjálfan sig,“ segir Bragi. Vísir/Valli Barry and his Guitar er klukkutíma langur einleikur,“ segir Bragi Árnason leikari sem setur upp söngleik í Mengi að Óðinsgötu 2 í kvöld klukkan 21. Sjálfur er Bragi höfundur handrits og tónlistar og allra texta nema eins, sem er gömul velsk vögguvísa. Hann bregður sér líka í hin ýmsu hlutverk. Flutningurinn er á ensku og tekur tæpan klukkutíma. Bragi frumsýndi söngleikinn Barry and his Guitar í London fyrir ári og hefur flutt hann nokkrum sinnum síðan, meðal annars á Crouch End Festival síðastliðið vor. Áformað er að fara með hann á Edinborgarhátíðina 2015. Sagan segir af ungum manni sem vinnur á kaffihúsi í Hackney þar sem hann fær að troða upp reglulega en dreymir um að verða poppstjarna. Líf hans tekur óvænta stefnu þegar hann lendir í klóm glæpaklíku eftir að hafa óvart móðgað vitgrannan son glæpakóngsins í Soho. „Þetta er ævintýri þar sem rómantíkin kemur við sögu og ungi maðurinn lærir sitthvað um sjálfan sig,“ lýsir Bragi. Hann kveðst hafa fengið aðstoð aðstandenda Moors Bar í London og vina sem hafi hjálpað honum að þróa verkið. Við uppsetninguna hér njóti hann fulltingis Heiðars Sumarliðasonar, leikskálds og leikstjóra. Bragi hefur búið í London í sjö ár við nám og störf. Nú í nóvember ferðaðist hann með fræðslusýningar gegn einelti í breska skóla og nefnir líka bráðfjöruga jólasýningu. „Oft eru þrjár sýningar á dag, sex daga vikunnar, keyrt á milli, sett upp svið, sungið og dansað,“ lýsir hann. Fyrir jól frumsýndi Bragi grínleikinn Euromen í Museum of Comedy í London, sem hann skrifaði ásamt Paul Croft. Á sömu sýningu kom fram fjöldi uppistandara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Bragi lærði fiðluleik við Tónmenntaskólann í Reykjavík og klassískan söng við Tónlistarskóla FÍH. Hann hefur stundað einkanám í gítarleik og komið fram á tónleikum í London og á Íslandi. Bragi útskrifaðist sem leikari frá Kogan Academy of Dramatic Art 2010. Strax á eftir bauðst honum hlutverk í leikriti Tennessee Williams, Moony‘s Kid Don‘t Cry, í King´s Head Theatre í London. Hann hefur leikið í söngleikjum, leikhúsuppfærslum, kvikmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum og tekið þátt í leiklistarhátíðum á Bretlandi. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Barry and his Guitar er klukkutíma langur einleikur,“ segir Bragi Árnason leikari sem setur upp söngleik í Mengi að Óðinsgötu 2 í kvöld klukkan 21. Sjálfur er Bragi höfundur handrits og tónlistar og allra texta nema eins, sem er gömul velsk vögguvísa. Hann bregður sér líka í hin ýmsu hlutverk. Flutningurinn er á ensku og tekur tæpan klukkutíma. Bragi frumsýndi söngleikinn Barry and his Guitar í London fyrir ári og hefur flutt hann nokkrum sinnum síðan, meðal annars á Crouch End Festival síðastliðið vor. Áformað er að fara með hann á Edinborgarhátíðina 2015. Sagan segir af ungum manni sem vinnur á kaffihúsi í Hackney þar sem hann fær að troða upp reglulega en dreymir um að verða poppstjarna. Líf hans tekur óvænta stefnu þegar hann lendir í klóm glæpaklíku eftir að hafa óvart móðgað vitgrannan son glæpakóngsins í Soho. „Þetta er ævintýri þar sem rómantíkin kemur við sögu og ungi maðurinn lærir sitthvað um sjálfan sig,“ lýsir Bragi. Hann kveðst hafa fengið aðstoð aðstandenda Moors Bar í London og vina sem hafi hjálpað honum að þróa verkið. Við uppsetninguna hér njóti hann fulltingis Heiðars Sumarliðasonar, leikskálds og leikstjóra. Bragi hefur búið í London í sjö ár við nám og störf. Nú í nóvember ferðaðist hann með fræðslusýningar gegn einelti í breska skóla og nefnir líka bráðfjöruga jólasýningu. „Oft eru þrjár sýningar á dag, sex daga vikunnar, keyrt á milli, sett upp svið, sungið og dansað,“ lýsir hann. Fyrir jól frumsýndi Bragi grínleikinn Euromen í Museum of Comedy í London, sem hann skrifaði ásamt Paul Croft. Á sömu sýningu kom fram fjöldi uppistandara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Bragi lærði fiðluleik við Tónmenntaskólann í Reykjavík og klassískan söng við Tónlistarskóla FÍH. Hann hefur stundað einkanám í gítarleik og komið fram á tónleikum í London og á Íslandi. Bragi útskrifaðist sem leikari frá Kogan Academy of Dramatic Art 2010. Strax á eftir bauðst honum hlutverk í leikriti Tennessee Williams, Moony‘s Kid Don‘t Cry, í King´s Head Theatre í London. Hann hefur leikið í söngleikjum, leikhúsuppfærslum, kvikmyndum, stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum og tekið þátt í leiklistarhátíðum á Bretlandi.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira