Ég er nýi gaurinn í Norræna húsinu! Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2015 13:00 "Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt,“ segir Mikkel Harder. Vísir/Stefán Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira