Dansandi og sveiflukennt 9. janúar 2015 11:00 Meðlimir barokksveitarinnar Camerata Øresund hafa allir sérhæft sig í flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. „Það sem er sérstakt við þennan flutning á Messíasi er að við spilum allt verkið án stjórnanda. Það gefur færi á mun meiri sveigjanleika í spilamennskunni en ella,“ segir Hanna Loftsdóttir. Hún leikur á barokkselló í hljómsveitinni Camerata Øresund og er meðal þeirra sem skipuleggja flutning á óratoríunni Messíasi í Norðurljósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 20. Auk sveitarinnar syngur kammerkór, skipaður tólf íslenskum og skandinavískum einsöngvurum, verkið. Hanna segir leiðara hópsins, Peter Spissky, leggja mikla áherslu á hið dansandi og sveiflukennda í tónlistinni.Tónleikarnir í Danmörku og Svíþjóð gengu vel.„Peter hefur alveg sérstakt lag á að fá tónlistina til að svinga. Þó við dönsum ekki sjálf í eiginlegri merkingu þá get ég ímyndað mér að margir í áhorfendahópnum eigi erfitt með að sitja alveg stilltir í sumum köflunum. Peter Spissky er líka mjög líflegur í framkomu þannig að það má segja að hann dansi með boganum sínum!“ Óratórían Messías eftir Händel er eitt þekktasta og mest spilaða verk tónbókmenntanna og hefur verið flutt í ýmsum útgáfum í aldanna rás. Það var ekki fyrr en á 19. öld að þær hefðir sköpuðust að flytja verkið með stórri hljómsveit og fjölmennum kór, þar sem stjórnandi var nauðsynlegur, að sögn Hönnu. „Við viljum hins vegar leita aftur til hefða barokktímans með því að flytja verkið án stjórnanda og með kammerkór,“ segir hún. „Það skemmtilega er að niðurstaðan verður nútímaleg og áhrifamikil fyrir áhorfendur dagsins í dag.“ Úrval íslenskra og skandinavískra einsöngvara tekur þátt í uppfærslunni. Það eru Hallveig Rúnarsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hrólfur Sæmundsson, Eline Soelmark. Nana Bugge Rasmussen, Francine Vis, Simone Rønn, Leif Aruhn-Solén og Christian Damsgaard. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Það sem er sérstakt við þennan flutning á Messíasi er að við spilum allt verkið án stjórnanda. Það gefur færi á mun meiri sveigjanleika í spilamennskunni en ella,“ segir Hanna Loftsdóttir. Hún leikur á barokkselló í hljómsveitinni Camerata Øresund og er meðal þeirra sem skipuleggja flutning á óratoríunni Messíasi í Norðurljósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 20. Auk sveitarinnar syngur kammerkór, skipaður tólf íslenskum og skandinavískum einsöngvurum, verkið. Hanna segir leiðara hópsins, Peter Spissky, leggja mikla áherslu á hið dansandi og sveiflukennda í tónlistinni.Tónleikarnir í Danmörku og Svíþjóð gengu vel.„Peter hefur alveg sérstakt lag á að fá tónlistina til að svinga. Þó við dönsum ekki sjálf í eiginlegri merkingu þá get ég ímyndað mér að margir í áhorfendahópnum eigi erfitt með að sitja alveg stilltir í sumum köflunum. Peter Spissky er líka mjög líflegur í framkomu þannig að það má segja að hann dansi með boganum sínum!“ Óratórían Messías eftir Händel er eitt þekktasta og mest spilaða verk tónbókmenntanna og hefur verið flutt í ýmsum útgáfum í aldanna rás. Það var ekki fyrr en á 19. öld að þær hefðir sköpuðust að flytja verkið með stórri hljómsveit og fjölmennum kór, þar sem stjórnandi var nauðsynlegur, að sögn Hönnu. „Við viljum hins vegar leita aftur til hefða barokktímans með því að flytja verkið án stjórnanda og með kammerkór,“ segir hún. „Það skemmtilega er að niðurstaðan verður nútímaleg og áhrifamikil fyrir áhorfendur dagsins í dag.“ Úrval íslenskra og skandinavískra einsöngvara tekur þátt í uppfærslunni. Það eru Hallveig Rúnarsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hrólfur Sæmundsson, Eline Soelmark. Nana Bugge Rasmussen, Francine Vis, Simone Rønn, Leif Aruhn-Solén og Christian Damsgaard.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira