Breytt hugarfar og nýr lífsstíll Nanna Árnadóttir skrifar 10. janúar 2015 10:00 visir/getty Nú þegar árið er liðið og flestir komnir með upp í kok af jólasteikinni fara margir að huga að áramótaheitunum og setja sér markmið fyrir nýtt ár. Oftar en ekki tengjast þessi markmið heilsurækt og mataræði, sem er að sjálfsögðu frábært því það er fátt mikilvægara en góð heilsa! Líkamsræktarstöðvarnar fyllast og allir ætla að koma sér í form, helst einn tveir og bingó!Af hverju viltu ná árangri? Þegar byrjað er í líkamsrækt skal þó alltaf hafa í huga hvers vegna maður er að því. Ertu að hreyfa þig til þess að vera með strandarlíkama fyrir Spánarferðina næsta sumar, komast í útskriftarkjólinn þinn aftur eða geta notað buxur í stærð XS eða ertu að hreyfa þig til þess að breyta lífsstílnum þínum til frambúðar, til þess að geta elt krakkana þína eftir 5 ár, til þess að geta hjálpað vinum þínum við að flytja, haft orku sem endist út daginn og mögulega, ef þú ert heppinn, reyna að minnka líkurnar á því að fá lífsstílstengda sjúkdóma? Ætlarðu að taka þig á í mataræðinu í janúar vegna þess að þig langar svo að líta vel út eða vegna þess að þú vilt að þér líði vel? Ætlarðu aldrei að leggja þér brauð, pasta, gos, nammi, ís, kökur, ávexti, mjólkurvörur eða hvað það nú er sem þér finnst vera óhollt til munns aftur? Hefurðu prófað það áður en sprungið á endanum? Fengið endalaust samviskubit vegna þess að þú ,,máttir ekki“ fá þér þessa brauðsneið sem endaði með því að öll vikan var ónýt hvort sem er og legið í sukki þangað til næsta mánudag þegar næsta átak byrjar? Er ekki kominn tími til þess að breyta hugarfarinu til hins betra?Taktu eitt skref í einu Til þess að ná árangri til frambúðar er mikilvægt að spyrja sig: ,,Af hverju er ég að leggja þetta á mig“? Þegar maður horfir á árangur eingöngu frá útlitslegu sjónarhorni verður maður aldrei ánægður nema rétt á meðan sixpakkið stendur út eða bíseppinn fyllir út í ermina. Hins vegar ef markmiðið er alltaf að geta gert aðeins fleiri armbeygjur eða upphífingar, borðað hollan mat vegna þess að þú ert orkumeiri eða líður betur í maganum, geta tekið aðeins meira í bekk, gengið upp á aðeins hærra fjall, minnka líkurnar á að fá sykursýki 2 eða einfaldlega geta haldið á barnabarninu á meðan það er í pössun hjá þér eru allar líkur á því að þú eigir eftir að ná markmiðinu og gott betur en það. Byrjum hægt og rólega að breyta lífsstílnum, tökum lítil skref í einu, verum ekki of hörð við okkur og höfum gaman af þessu. Þá fara hlutirnir að gerast! Heilsa Tengdar fréttir Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00 Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00 Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00 Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00 Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00 Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00 Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nú þegar árið er liðið og flestir komnir með upp í kok af jólasteikinni fara margir að huga að áramótaheitunum og setja sér markmið fyrir nýtt ár. Oftar en ekki tengjast þessi markmið heilsurækt og mataræði, sem er að sjálfsögðu frábært því það er fátt mikilvægara en góð heilsa! Líkamsræktarstöðvarnar fyllast og allir ætla að koma sér í form, helst einn tveir og bingó!Af hverju viltu ná árangri? Þegar byrjað er í líkamsrækt skal þó alltaf hafa í huga hvers vegna maður er að því. Ertu að hreyfa þig til þess að vera með strandarlíkama fyrir Spánarferðina næsta sumar, komast í útskriftarkjólinn þinn aftur eða geta notað buxur í stærð XS eða ertu að hreyfa þig til þess að breyta lífsstílnum þínum til frambúðar, til þess að geta elt krakkana þína eftir 5 ár, til þess að geta hjálpað vinum þínum við að flytja, haft orku sem endist út daginn og mögulega, ef þú ert heppinn, reyna að minnka líkurnar á því að fá lífsstílstengda sjúkdóma? Ætlarðu að taka þig á í mataræðinu í janúar vegna þess að þig langar svo að líta vel út eða vegna þess að þú vilt að þér líði vel? Ætlarðu aldrei að leggja þér brauð, pasta, gos, nammi, ís, kökur, ávexti, mjólkurvörur eða hvað það nú er sem þér finnst vera óhollt til munns aftur? Hefurðu prófað það áður en sprungið á endanum? Fengið endalaust samviskubit vegna þess að þú ,,máttir ekki“ fá þér þessa brauðsneið sem endaði með því að öll vikan var ónýt hvort sem er og legið í sukki þangað til næsta mánudag þegar næsta átak byrjar? Er ekki kominn tími til þess að breyta hugarfarinu til hins betra?Taktu eitt skref í einu Til þess að ná árangri til frambúðar er mikilvægt að spyrja sig: ,,Af hverju er ég að leggja þetta á mig“? Þegar maður horfir á árangur eingöngu frá útlitslegu sjónarhorni verður maður aldrei ánægður nema rétt á meðan sixpakkið stendur út eða bíseppinn fyllir út í ermina. Hins vegar ef markmiðið er alltaf að geta gert aðeins fleiri armbeygjur eða upphífingar, borðað hollan mat vegna þess að þú ert orkumeiri eða líður betur í maganum, geta tekið aðeins meira í bekk, gengið upp á aðeins hærra fjall, minnka líkurnar á að fá sykursýki 2 eða einfaldlega geta haldið á barnabarninu á meðan það er í pössun hjá þér eru allar líkur á því að þú eigir eftir að ná markmiðinu og gott betur en það. Byrjum hægt og rólega að breyta lífsstílnum, tökum lítil skref í einu, verum ekki of hörð við okkur og höfum gaman af þessu. Þá fara hlutirnir að gerast!
Heilsa Tengdar fréttir Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00 Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00 Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00 Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00 Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00 Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00 Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Eiga konur að lyfta lóðum? Kvenþjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af of stórum vöðvum og karlmannlegu útliti við lóðalyftingar. 7. nóvember 2014 11:00
Mikilvægi vatnsdrykkju Það átta sig ekki allir á mikilvægi nægrar vatnsdrykkju og hvað stuðlar að vökvatapi líkamans. 15. nóvember 2014 14:00
Hvað er beinhimnubólga? Beinhimnubólga hrjáir marga þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi. En af hverju fáum við hana og hvað er hægt að gera? 30. nóvember 2014 10:00
Hreyfing á meðgöngu Sú mýta hefur verið öðrum yfirsterkari að óléttar konur eigi alls ekki að hreyfa sig en nú er öldin önnur. 14. desember 2014 10:00
Gerðu líkamsræktina enn skemmtilegri Í dagsins amstri getur verið hægara sagt en gert að koma sér út úr húsi til þess að fara að hreyfa sig. Hér á eftir fylgja einföld ráð til hvetja þig áfram í líkamsræktinni og gera hana enn skemmtilegri en áður. 22. nóvember 2014 13:00
Gerðu æfingar heima hjá þér Lotuæfingar er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. 7. desember 2014 10:00
Engin ástæða til þess að leggjast í kör yfir jólin Engin ástæða er til að leggjast í kör yfir hátíðarnar og raða í sig smákökum og sælgæti. Hreyfing er alltaf mikilvæg og nú er rétta stundin til að hvetja fjölskylduna til að fara saman í göngutúr. 20. desember 2014 12:00