Nándin er eldfim Magnús Guðmundsson skrifar 10. janúar 2015 10:00 Ófeigur og undirmeðvitundin saman. "Ég horfi bara á hann til þess að sjá hvernig mér líður,“ segir hann um Kol. vísir/STEFÁN Bjarnarstígurinn á Skólavörðuholtinu er eins og lítið þorp inni í miðju hjarta borgarinnar. Gömul litrík hús, þröngir gróðurmiklir garðar og stöku hélað reiðhjól hlekkjað við grindverk. Á fallegu rislofti í einu þessara húsa sem ilma af liðinni tíð situr Ófeigur Sigurðsson rithöfundur, stjarna nýafstaðins jólabókaflóðs með bókina Öræfi, ásamt risastórum, kafloðnum en blíðlegum schäferhundi. „Kolur er merkishundur, margverðlaunaður meistari og allt hvað eina enda á hann sér líka listamannsnafnið Gjósku-Osiris. Ræktandinn fær hann lánaðan á hundasýningar en ég fer í stúkuna og fylgist með úr fjarska. Svona hundasýningar eru hin besta skemmtan og þá einkum út af mannlífinu en það er einhver dásamleg klikkun sem virðist grípa fólk við þessar aðstæður. Þetta hefur kannski eitthvað að gera með að láta dæma það sem er manni kært. Hundasýningar eru eins og jólabókflóðið, það eru allir bara að horfa á sinn hund. Mér ferst að vera að flissa að þessu – ég engist um þegar ég læt frá mér handrit. Ég er svo heppinn að Guðmundur Andri er minn ritstjóri eða hundasýnandi og handrit gæti vart farið í betri hendur. Ég man hvað var erfitt þegar ég lét frá mér handritið til Guðmundar Andra í apríl síðastliðnum.“Martröð hins félagsfælna „Biðin á meðan barnið er í annarra manna höndum gerir mig angistarfullan. Ég reyndi að finna mér einhverja vinnu og sótti um sem landvörður einhvers staðar inni á öræfum og á fararstjóramækinn í rútunum hjá Kynnisferðum. Það er martraðarkennt fyrir félagsfælinn mann eins og mig. Hvað var ég eiginlega að hugsa? En það er ákveðinn drifkraftur í óörygginu. Það hvetur mann áfram til þess að gera betur, lesa meira, skrifa betur. Án óöryggisins er hætt við að ritstörfin verði bara sinnuleysi og meðalmennska eins og löt rolla á leið til slátrunar. Styggð er dyggð. Þetta er samt bara á yfirborðinu, innst inni er ég stálöruggur, mér finnst ég í raun geta gert allt þegar kemur að texta. Það er mitt hlutverk í lífinu.“Uppstoppaði kjóinn kemur við sögu í Öræfum en hann féll fyrir hendi Ófeigs þegar hann var ungur strákur í Öræfasveitinni.vísir/stefánBarnleysið og rithöfundavaktin „Við erum alltaf að fást við þessi ólíku hlutverk og eitt af þeim er að vera í sambandi með annarri manneskju. Við Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur vorum lengi saman en við skildum fyrir um það bil ári. Það tók á. Oddný er mér enn þá kær og það er gott okkar á milli, held ég að minnsta kosti. Eflaust átti það stóran þátt í þessum skilnaði að við erum bæði í þessu skrýtna starfi sem starf rithöfundarins er, en við gátum ekki eignast börn saman og það reið sambandinu að fullu, ef svo má að orði komast. En við gátum átt bókmenntir saman. Tveir rithöfundar á heimili gerir miklar kröfur um einveru og einbeitingu en það stangast óneitanlega dálítið á við að búa samvistum við aðra manneskju. Vinnan og heimilið rann saman í einn graut. Þegar ég hugsa til baka þá hallast ég að því að samband okkar hafi gengið best þegar við skiptum með okkur sólarhringnum. Oddný vann á nóttunni en ég á daginn og svo hittumst við á vaktaskiptunum. Ef til vill er farsælast fyrir ástarsamband að hittast aldrei. Við gættum þess líka að vera aldrei með bók á sama árinu heldur skiptumst á, þá var annað til stuðnings fyrir þann sem stóð í þessu hverju sinni. Ég vona að ég hafi komið henni að gagni eins og hún gerði mér.“Aðeins að hitta þjóðþekkta konu „Núna eru þetta bara við Kolur litli sem er í raun holdgerving undirmeðvitundar minnar, ég horfi á hann til að sjá hvernig mér líður. Öræfi útheimti gríðarlega mikla vinnu svo það hefur verið lítið um einkalíf. Þessa dagana er ég reyndar aðeins að hitta konu, fara í leikhús og út að borða og hafa gaman, en hún er svo þekkt að ég vil ekki vera að gaspra út úr mér nafninu. Ég er hræddur um að þá muni hún aldrei tala við mig aftur. Það þætti mér verra því ég er að reyna að eiga mér líf utan vinnunnar. Ég hef unnið alla daga undanfarin ár allt upp í sextán tíma á dag og við þetta hefur bæst skilnaður og flutningur og ýmislegt veraldlegt vesen sem andlegu störfin pirra sig yfir. Svo bætist við að maður kann ekkert annað en að vinna sem er bæði manns blessun og bölvun, ég sem alltaf hef hatað vinnu og er letingi í eðli mínu. Ósjálfrátt heldur maður áfram og byrjar að pæla í næstu bók til þess að sturlast ekki í þessari eilífu bið sem einkennir þetta starf, hvort sem það er yfirlestur, prentun eða viðtökur. Þetta er til þess að æra óstöðugan sem bíður óþreyjufullur eftir því að geta lokað að sér inni á skrifstofu.“Skilnaðarbarn úr Breiðholtinu „Kannski er það þessi þrá eftir einverunni sem gerir það að ég heillaðist svona af Öræfum – ég veit það ekki. Ég er fæddur og uppalinn Reykvíkingur og á engar rætur í Öræfasveitinni. Alinn upp í Breiðholtinu til ellefu ára aldurs en þá skildu foreldrar mínir og ég flutti í annað hverfi með móður minni. Það tekur soldið á að vera skilnaðarbarn en það hefur líka sína kosti. Ég upplifði mig að minnsta kosti svona aðeins á skjön þegar ég kom í Hvassaleitisskóla, einn og hrakinn úr umhverfinu sem ég ólst upp í. Þar kynnist ég Kidda sem er úr Öræfasveitinni og var líka dálítið á skjön við hina krakkana, en það er hann í eðli sínu, ekki af ytri aðstæðum. Fljótlega bauð Kiddi mér með sér heim í sveitina og við höfum verið lífstíðarvinir síðan. Ég heillaðist strax af þessari framandi undraveröld og það hefur í raun ekkert breyst. Þó svo ég komi alltaf sem gestur í Öræfin þá líður mér aldrei eins og aðkomumanni eða framandi á nokkurn hátt, heldur heima. Fólkið tók mér vel því þarna býr ekkert nema yndislegt fólk.Það er alltaf gott að hitta fólkið í Öræfum.“Kiddi, bróðir hans Ívar Guðlaugur og Ófeigur eftir veiðiferð og súkkan í bakgrunni.Lofsöngur til Öræfa „Rithöfundar verða að hitta fólk, því miður. Rithöfundar skrifa um lífið og til þess að vera fær um að skrifa um lífið verður maður að taka þátt í því, því miður. Það fóðrar félagsfælnina að hitta ekki fólk, nærir hana bókstaflega og slíkt er varasamt, að minnsta kosti fyrir rithöfund. Vandinn með mig er að mér líður afskaplega vel þegar ég er einn með sjálfum mér – hættulega vel. Ég er ekki einn af þessum rithöfundum sem alltaf eru að kvarta yfir einsemdinni, hún er helsti kostur þessa starfs. En maður má ekki gleyma að ögra sjálfum sér, þessi bók er í mínum huga lofsöngur til mannlífs og fegurðar í Öræfum. Þetta er bók um eftirsjá, missi og söknuð eftir horfnum æskudögum, bók um horfinn heim, eða heiminn innra með manni sem er alltaf að hverfa.“Rætur í ljóðinu „Öræfi er nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana. Ég byrjaði að skrifa 2012 en var byrjaður að glósa 2008, þá var efnið farið að leita sér að leið undan jöklinum til mín. Ég vinn þannig að ég byrja á því að punkta hjá mér og handskrifa í glósubækur. Ég hef vanið mig á þegar ég handskrifa að nota skástrik í stað allra annarra greinamerkja. Það ferli hefur leitt af sér stíl sem hentar minni sköpun. Gerir mér kleift að ná þeim takti og því flæði sem ég vil hafa í textanum. Þetta var ekkert meðvitað, þetta gerðist bara. Í langvarandi formfestu verður allt staðlað og þá dregur úr flæði hugmyndanna. Bókmenntir eru listform og okkur hættir til að gleyma því í iðnvæðingunni. Ég held að rætur mínar í ljóðagerðinni hafi hjálpað mér mikið til þess að finna mína leið – mitt sköpunarferli og sýn án þess að vera bundinn á þennan regluklafa. Texti sem listform getur ekki verið neitt nema frjáls í eðli sínu sem hugsun eins og allar aðrar listgreinar.“„Soldið broslegt hvað ég virðist vera með byssu á öllum myndum,“ segir Ófeigur.mynd/kristinn már ingvarssonNándin er eldfim „Öræfi er full af persónum sem ég þekki og lifa sínu lífi í Öræfasveitinni. Einhverjum nöfnum er breytt og öðrum ekki, til að mynda þjóðþekktum einstaklingum. Allt er þetta auðvitað samt undir lögmálum skáldskaparins því þetta er mín sýn. Eins er með staðar- og bæjarheiti en mér fannst það í sjálfu sér ekki skipta öllu máli en auðvitað vildi ég sýna þessu virðingu. Það sem skiptir hins vegar öllu máli er að þetta er mín upplifun af þessum einstaklingum, þessum stöðum, sögum og atburðum. Þetta er skáldverk þó svo það sé sótt í þessa kistu Öræfanna, því allt í kistunni er sótt annað og margunnið. Heimur eins og hann birtist mér er enginn stóri sannleikur – því fer fjarri. Ég reyni að umgangast Öræfin af virðingu því þau eru mér kær, eiginlega guðleg. Til að mynda er morðsagan við þjóðveginn enn mjög viðkvæm og þá leitaðist ég við að greina frá þeim atburðum eins og gert var í fjölmiðlum á þeim tíma, hlutlægt. Halda ákveðinni fjarlægð og hleypa mér ekki á sprett. Ég geri mér grein fyrir því að þessi nánd er eldfim en ég skrifa ekki til þess að þóknast öðrum. Ef ég færi þá leiðina þá væru skrifin hvorki fugl né fiskur.“„Dauðarokkið var og er alltaf hluti af mér.“mynd/kristinn már ingvarssonKiddi og ég „Ég viðurkenni fúslega að persónan Fastagestur er einhvers konar brengluð útgáfa af sjálfum mér. En reyndar er Kiddi eina persóna bókarinnar sem birtist þar í sinni eigin mynd ef svo má segja en hann er líka meira svona eins og nærvera frekar en persóna. Kiddi reyndist mér ómetanlegur við að skrifa þessa bók. Hann er heill hafsjór af sögum og fróðleik sem hann miðlaði til mín af fölskvalausri óeigingirni og hjálpaði mér með hvað væri í lagi og hvað ekki. Þá hefur hann einstaka sýn inn í náttúruna, nánast dulræna, og það hefur alltaf veitt mér innblástur. Kiddi heitir reyndar Kristinn Már Ingvarsson, ljósmyndari og smiður. Vinátta okkar er sterk og hann er í raun guðfaðir bókarinnar.“Safnhaugur af sjálfsmyndum „Málið er að sjálfsmyndir eru hrúga af ranghugmyndum, maður er stöðugt að endurmeta sjálfan sig og endurskapa á hverjum degi. Ég er að minnsta kosti ákaflega klofinn einstaklingur og veit ekki hvort ég er eitt eða annað. Skipti oft um skoðun, er áhrifagjarn, heillast auðveldlega og er í raun breytilegur einstaklingur á milli árstíða. Stundum er ég jafnvel ekki neitt neitt. Ég sé mig því ekki sem eina manneskju heldur þennan safnhaug af sjálfsmyndum. Ég var til dæmis á tímabili einarður dauðarokkari á unglingsárunum og fuglaáhugamaður og fimleikakappi og auðvitað býr þetta allt innra með mér enn þá. Það er gott að vita af þessu þarna og geta hóað í hina og þessa hið innra til að skapa persónur.“ Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Bjarnarstígurinn á Skólavörðuholtinu er eins og lítið þorp inni í miðju hjarta borgarinnar. Gömul litrík hús, þröngir gróðurmiklir garðar og stöku hélað reiðhjól hlekkjað við grindverk. Á fallegu rislofti í einu þessara húsa sem ilma af liðinni tíð situr Ófeigur Sigurðsson rithöfundur, stjarna nýafstaðins jólabókaflóðs með bókina Öræfi, ásamt risastórum, kafloðnum en blíðlegum schäferhundi. „Kolur er merkishundur, margverðlaunaður meistari og allt hvað eina enda á hann sér líka listamannsnafnið Gjósku-Osiris. Ræktandinn fær hann lánaðan á hundasýningar en ég fer í stúkuna og fylgist með úr fjarska. Svona hundasýningar eru hin besta skemmtan og þá einkum út af mannlífinu en það er einhver dásamleg klikkun sem virðist grípa fólk við þessar aðstæður. Þetta hefur kannski eitthvað að gera með að láta dæma það sem er manni kært. Hundasýningar eru eins og jólabókflóðið, það eru allir bara að horfa á sinn hund. Mér ferst að vera að flissa að þessu – ég engist um þegar ég læt frá mér handrit. Ég er svo heppinn að Guðmundur Andri er minn ritstjóri eða hundasýnandi og handrit gæti vart farið í betri hendur. Ég man hvað var erfitt þegar ég lét frá mér handritið til Guðmundar Andra í apríl síðastliðnum.“Martröð hins félagsfælna „Biðin á meðan barnið er í annarra manna höndum gerir mig angistarfullan. Ég reyndi að finna mér einhverja vinnu og sótti um sem landvörður einhvers staðar inni á öræfum og á fararstjóramækinn í rútunum hjá Kynnisferðum. Það er martraðarkennt fyrir félagsfælinn mann eins og mig. Hvað var ég eiginlega að hugsa? En það er ákveðinn drifkraftur í óörygginu. Það hvetur mann áfram til þess að gera betur, lesa meira, skrifa betur. Án óöryggisins er hætt við að ritstörfin verði bara sinnuleysi og meðalmennska eins og löt rolla á leið til slátrunar. Styggð er dyggð. Þetta er samt bara á yfirborðinu, innst inni er ég stálöruggur, mér finnst ég í raun geta gert allt þegar kemur að texta. Það er mitt hlutverk í lífinu.“Uppstoppaði kjóinn kemur við sögu í Öræfum en hann féll fyrir hendi Ófeigs þegar hann var ungur strákur í Öræfasveitinni.vísir/stefánBarnleysið og rithöfundavaktin „Við erum alltaf að fást við þessi ólíku hlutverk og eitt af þeim er að vera í sambandi með annarri manneskju. Við Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur vorum lengi saman en við skildum fyrir um það bil ári. Það tók á. Oddný er mér enn þá kær og það er gott okkar á milli, held ég að minnsta kosti. Eflaust átti það stóran þátt í þessum skilnaði að við erum bæði í þessu skrýtna starfi sem starf rithöfundarins er, en við gátum ekki eignast börn saman og það reið sambandinu að fullu, ef svo má að orði komast. En við gátum átt bókmenntir saman. Tveir rithöfundar á heimili gerir miklar kröfur um einveru og einbeitingu en það stangast óneitanlega dálítið á við að búa samvistum við aðra manneskju. Vinnan og heimilið rann saman í einn graut. Þegar ég hugsa til baka þá hallast ég að því að samband okkar hafi gengið best þegar við skiptum með okkur sólarhringnum. Oddný vann á nóttunni en ég á daginn og svo hittumst við á vaktaskiptunum. Ef til vill er farsælast fyrir ástarsamband að hittast aldrei. Við gættum þess líka að vera aldrei með bók á sama árinu heldur skiptumst á, þá var annað til stuðnings fyrir þann sem stóð í þessu hverju sinni. Ég vona að ég hafi komið henni að gagni eins og hún gerði mér.“Aðeins að hitta þjóðþekkta konu „Núna eru þetta bara við Kolur litli sem er í raun holdgerving undirmeðvitundar minnar, ég horfi á hann til að sjá hvernig mér líður. Öræfi útheimti gríðarlega mikla vinnu svo það hefur verið lítið um einkalíf. Þessa dagana er ég reyndar aðeins að hitta konu, fara í leikhús og út að borða og hafa gaman, en hún er svo þekkt að ég vil ekki vera að gaspra út úr mér nafninu. Ég er hræddur um að þá muni hún aldrei tala við mig aftur. Það þætti mér verra því ég er að reyna að eiga mér líf utan vinnunnar. Ég hef unnið alla daga undanfarin ár allt upp í sextán tíma á dag og við þetta hefur bæst skilnaður og flutningur og ýmislegt veraldlegt vesen sem andlegu störfin pirra sig yfir. Svo bætist við að maður kann ekkert annað en að vinna sem er bæði manns blessun og bölvun, ég sem alltaf hef hatað vinnu og er letingi í eðli mínu. Ósjálfrátt heldur maður áfram og byrjar að pæla í næstu bók til þess að sturlast ekki í þessari eilífu bið sem einkennir þetta starf, hvort sem það er yfirlestur, prentun eða viðtökur. Þetta er til þess að æra óstöðugan sem bíður óþreyjufullur eftir því að geta lokað að sér inni á skrifstofu.“Skilnaðarbarn úr Breiðholtinu „Kannski er það þessi þrá eftir einverunni sem gerir það að ég heillaðist svona af Öræfum – ég veit það ekki. Ég er fæddur og uppalinn Reykvíkingur og á engar rætur í Öræfasveitinni. Alinn upp í Breiðholtinu til ellefu ára aldurs en þá skildu foreldrar mínir og ég flutti í annað hverfi með móður minni. Það tekur soldið á að vera skilnaðarbarn en það hefur líka sína kosti. Ég upplifði mig að minnsta kosti svona aðeins á skjön þegar ég kom í Hvassaleitisskóla, einn og hrakinn úr umhverfinu sem ég ólst upp í. Þar kynnist ég Kidda sem er úr Öræfasveitinni og var líka dálítið á skjön við hina krakkana, en það er hann í eðli sínu, ekki af ytri aðstæðum. Fljótlega bauð Kiddi mér með sér heim í sveitina og við höfum verið lífstíðarvinir síðan. Ég heillaðist strax af þessari framandi undraveröld og það hefur í raun ekkert breyst. Þó svo ég komi alltaf sem gestur í Öræfin þá líður mér aldrei eins og aðkomumanni eða framandi á nokkurn hátt, heldur heima. Fólkið tók mér vel því þarna býr ekkert nema yndislegt fólk.Það er alltaf gott að hitta fólkið í Öræfum.“Kiddi, bróðir hans Ívar Guðlaugur og Ófeigur eftir veiðiferð og súkkan í bakgrunni.Lofsöngur til Öræfa „Rithöfundar verða að hitta fólk, því miður. Rithöfundar skrifa um lífið og til þess að vera fær um að skrifa um lífið verður maður að taka þátt í því, því miður. Það fóðrar félagsfælnina að hitta ekki fólk, nærir hana bókstaflega og slíkt er varasamt, að minnsta kosti fyrir rithöfund. Vandinn með mig er að mér líður afskaplega vel þegar ég er einn með sjálfum mér – hættulega vel. Ég er ekki einn af þessum rithöfundum sem alltaf eru að kvarta yfir einsemdinni, hún er helsti kostur þessa starfs. En maður má ekki gleyma að ögra sjálfum sér, þessi bók er í mínum huga lofsöngur til mannlífs og fegurðar í Öræfum. Þetta er bók um eftirsjá, missi og söknuð eftir horfnum æskudögum, bók um horfinn heim, eða heiminn innra með manni sem er alltaf að hverfa.“Rætur í ljóðinu „Öræfi er nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana. Ég byrjaði að skrifa 2012 en var byrjaður að glósa 2008, þá var efnið farið að leita sér að leið undan jöklinum til mín. Ég vinn þannig að ég byrja á því að punkta hjá mér og handskrifa í glósubækur. Ég hef vanið mig á þegar ég handskrifa að nota skástrik í stað allra annarra greinamerkja. Það ferli hefur leitt af sér stíl sem hentar minni sköpun. Gerir mér kleift að ná þeim takti og því flæði sem ég vil hafa í textanum. Þetta var ekkert meðvitað, þetta gerðist bara. Í langvarandi formfestu verður allt staðlað og þá dregur úr flæði hugmyndanna. Bókmenntir eru listform og okkur hættir til að gleyma því í iðnvæðingunni. Ég held að rætur mínar í ljóðagerðinni hafi hjálpað mér mikið til þess að finna mína leið – mitt sköpunarferli og sýn án þess að vera bundinn á þennan regluklafa. Texti sem listform getur ekki verið neitt nema frjáls í eðli sínu sem hugsun eins og allar aðrar listgreinar.“„Soldið broslegt hvað ég virðist vera með byssu á öllum myndum,“ segir Ófeigur.mynd/kristinn már ingvarssonNándin er eldfim „Öræfi er full af persónum sem ég þekki og lifa sínu lífi í Öræfasveitinni. Einhverjum nöfnum er breytt og öðrum ekki, til að mynda þjóðþekktum einstaklingum. Allt er þetta auðvitað samt undir lögmálum skáldskaparins því þetta er mín sýn. Eins er með staðar- og bæjarheiti en mér fannst það í sjálfu sér ekki skipta öllu máli en auðvitað vildi ég sýna þessu virðingu. Það sem skiptir hins vegar öllu máli er að þetta er mín upplifun af þessum einstaklingum, þessum stöðum, sögum og atburðum. Þetta er skáldverk þó svo það sé sótt í þessa kistu Öræfanna, því allt í kistunni er sótt annað og margunnið. Heimur eins og hann birtist mér er enginn stóri sannleikur – því fer fjarri. Ég reyni að umgangast Öræfin af virðingu því þau eru mér kær, eiginlega guðleg. Til að mynda er morðsagan við þjóðveginn enn mjög viðkvæm og þá leitaðist ég við að greina frá þeim atburðum eins og gert var í fjölmiðlum á þeim tíma, hlutlægt. Halda ákveðinni fjarlægð og hleypa mér ekki á sprett. Ég geri mér grein fyrir því að þessi nánd er eldfim en ég skrifa ekki til þess að þóknast öðrum. Ef ég færi þá leiðina þá væru skrifin hvorki fugl né fiskur.“„Dauðarokkið var og er alltaf hluti af mér.“mynd/kristinn már ingvarssonKiddi og ég „Ég viðurkenni fúslega að persónan Fastagestur er einhvers konar brengluð útgáfa af sjálfum mér. En reyndar er Kiddi eina persóna bókarinnar sem birtist þar í sinni eigin mynd ef svo má segja en hann er líka meira svona eins og nærvera frekar en persóna. Kiddi reyndist mér ómetanlegur við að skrifa þessa bók. Hann er heill hafsjór af sögum og fróðleik sem hann miðlaði til mín af fölskvalausri óeigingirni og hjálpaði mér með hvað væri í lagi og hvað ekki. Þá hefur hann einstaka sýn inn í náttúruna, nánast dulræna, og það hefur alltaf veitt mér innblástur. Kiddi heitir reyndar Kristinn Már Ingvarsson, ljósmyndari og smiður. Vinátta okkar er sterk og hann er í raun guðfaðir bókarinnar.“Safnhaugur af sjálfsmyndum „Málið er að sjálfsmyndir eru hrúga af ranghugmyndum, maður er stöðugt að endurmeta sjálfan sig og endurskapa á hverjum degi. Ég er að minnsta kosti ákaflega klofinn einstaklingur og veit ekki hvort ég er eitt eða annað. Skipti oft um skoðun, er áhrifagjarn, heillast auðveldlega og er í raun breytilegur einstaklingur á milli árstíða. Stundum er ég jafnvel ekki neitt neitt. Ég sé mig því ekki sem eina manneskju heldur þennan safnhaug af sjálfsmyndum. Ég var til dæmis á tímabili einarður dauðarokkari á unglingsárunum og fuglaáhugamaður og fimleikakappi og auðvitað býr þetta allt innra með mér enn þá. Það er gott að vita af þessu þarna og geta hóað í hina og þessa hið innra til að skapa persónur.“
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira