Gummi Jóns stofnar kántrísveit Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. janúar 2015 12:00 Vestanáttinmynd er ný hljómsveit Guðmundar Jónssonar. Frá vinstri: Sigurgeir Sigmundsson, pedal steel gítar, Guðmundur Jónsson, gítar og söngur, Eysteinn Eysteinsson trommur, Alma Rut söngur, og Pétur Kolbeinsson bassi. Mynd/Jón Önfjörð Arnarsson „Þetta er hljómsveit sem var stofnuð í gamni síðasta vor, þar sem mig langaði að syngja þessi lög sem ég hef samið í gegnum tíðina í kántrístíl,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson. Hann er líklega best þekktur sem aðallagahöfundur og gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns en hefur nú stofnað hljómsveitina Vestanáttina. „Ég hafði samband við góða félaga og við tókum nokkra tónleika í bænum á meðan við vorum að koma okkur í gang. Síðan gekk þetta svo vel að við ákváðum að búa til hljómsveit úr þessu og erum að koma með nýtt frumsamið efni,“ útskýrir Guðmundur. Í upphafi voru þekkt lög sem hann hefur samið sett í kántríbúning og segir Guðmundur að nokkur Sálarlög hafi komið sérlega vel út í kántríbúningi. „Sálarlagið Gefðu mér, sem var á plötunni Hvar er draumurinn? og var samið þegar ég var 23 ára. kom mjög vel út í kántrístíl og var upphaflega samið þannig en við reyndum að poppa það upp með Sálinni á sínum tíma. Neistinn er líka gamall hundur sem fer vel í kántrístíl,“ segir Guðmundur, sem er alinn upp við kántrítónlist. Vestanáttin er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og stefnir á útgáfu í vor. „Á henni er bara nýtt efni og frumsamið, lög og texti eftir mig. Ég og Alma Rut syngjum svo saman eða sitt í hvoru lagi,“ bætir Guðmundur við. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, fyrir utan allar Sálarplöturnar, ásamt því að vera í rokkhljómsveitinni Nykri. „Það er einhver þráhyggja og geðveiki að vera lagasmiður, ekki eru það peningarnir sem maður er að eltast við. Svona er bara að vera listamaður, þú ert alltaf með eitthvert lag sem þér finnst vera besta lagið, óunnið verk í hausnum,“ segir Guðmundur spurður út í lagasmíðarnar. Hljómsveitin ætlar að halda tónleika í Salnum í Kópavogi 12. febrúar næstkomandi. „Við ætlum að flytja úr lagabálki mínum og einnig að segja sögurnar á bak við lögin og textana.“ Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er hljómsveit sem var stofnuð í gamni síðasta vor, þar sem mig langaði að syngja þessi lög sem ég hef samið í gegnum tíðina í kántrístíl,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson. Hann er líklega best þekktur sem aðallagahöfundur og gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns en hefur nú stofnað hljómsveitina Vestanáttina. „Ég hafði samband við góða félaga og við tókum nokkra tónleika í bænum á meðan við vorum að koma okkur í gang. Síðan gekk þetta svo vel að við ákváðum að búa til hljómsveit úr þessu og erum að koma með nýtt frumsamið efni,“ útskýrir Guðmundur. Í upphafi voru þekkt lög sem hann hefur samið sett í kántríbúning og segir Guðmundur að nokkur Sálarlög hafi komið sérlega vel út í kántríbúningi. „Sálarlagið Gefðu mér, sem var á plötunni Hvar er draumurinn? og var samið þegar ég var 23 ára. kom mjög vel út í kántrístíl og var upphaflega samið þannig en við reyndum að poppa það upp með Sálinni á sínum tíma. Neistinn er líka gamall hundur sem fer vel í kántrístíl,“ segir Guðmundur, sem er alinn upp við kántrítónlist. Vestanáttin er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og stefnir á útgáfu í vor. „Á henni er bara nýtt efni og frumsamið, lög og texti eftir mig. Ég og Alma Rut syngjum svo saman eða sitt í hvoru lagi,“ bætir Guðmundur við. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, fyrir utan allar Sálarplöturnar, ásamt því að vera í rokkhljómsveitinni Nykri. „Það er einhver þráhyggja og geðveiki að vera lagasmiður, ekki eru það peningarnir sem maður er að eltast við. Svona er bara að vera listamaður, þú ert alltaf með eitthvert lag sem þér finnst vera besta lagið, óunnið verk í hausnum,“ segir Guðmundur spurður út í lagasmíðarnar. Hljómsveitin ætlar að halda tónleika í Salnum í Kópavogi 12. febrúar næstkomandi. „Við ætlum að flytja úr lagabálki mínum og einnig að segja sögurnar á bak við lögin og textana.“
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira