Safnar uppstoppuðum fuglum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2015 13:00 Uppáhaldsstaður Helgu Gvuðrúnar í íbúðinni er við eldhúsborðið. Hún segist gleyma sér við að horfa út um gluggann, á Esjuna og yfir sjóinn. Einnig sitja Helga og Orri oft saman við borðið og spjalla. Þá kvikna margar hugmyndir um skartgripi enda segir Helga að einkalíf og starf blandist mikið saman þegar maður býr með starfsfélaga sínum. vísir/vilhelm Helga Gvuðrún býr með Orra Finnssyni í snoturri íbúð á Vesturgötunni. Ásamt því að búa saman hanna þau, smíða og selja skartgripi saman undir merkinu Orri Finn Design. Það er jólalegt um að litast í íbúðinni, lítið jólatré í miðri stofunni og englar á stjái. „Það var svo brjálað að gera fyrir jól að við skreyttum svo seint. Jólatréð var sett upp í stressi á aðfangadagsmorgun og ég bara tími ekki að taka jólin strax niður,“ segir Helga Gvuðrún.Fyrsta akkerið.Vísir/VilhelmÞað er gaman að skoða heimili Helgu og Orra sem ilmar af reykelsi og kveikt er á ótal kertum. Í hillunum eru alls kyns forvitnilegir hlutir, óvenjulegir og framandi, marglit teppi á sófum og alls kyns hljóðfæri uppi á veggjum. „Ég er mikið fyrir þjóðlega hluti og handverk frá fjarlægum svæðum,“ segir Helga og hefst handa við að sýna og segja frá uppáhaldshlutunum sínum en hún átti erfitt með að velja á milli. Hún ákvað að lokum að vera á persónulegu nótunum og valdi hluti sem skipta hana hjartans máli. Fyrsti skartgripurinn Fyrsta línan sem Helga og Orri hönnuðu saman er byggð á akkeri. Fyrsta akkerið sem var gert er hálsmen úr gulli og þetta hálsmen ber Helga á hverjum degi og tekur aldrei af sér. „Þessi hlutur er næstur hjarta mínu. Fyrsti skartgripurinn sem við Orri náðum saman með og þetta er mitt akkeri,“ segir Helga.Fuglasafnið.Vísir/VilhelmFuglasafnið Helga fékk krummann að gjöf fyrir nokkrum árum og þá kviknaði áhugi hennar á uppstoppuðum dýrum. Þegar hún kynntist Orra sagði hún honum frá þessum áhuga sínum og fyrsta gjöfin sem hún fékk frá honum var uppstoppuð rjúpa. Síðan hafa kjói, páfagaukur og lundi bæst í safnið góða. „Rómantíska gjöfin í okkar sambandi er uppstoppaður fugl. Ég hef svakalegan áhuga á þessu og finnst þetta svo fallegt.“ Í safninu má einnig finna beinagrind af krókódíl og sléttuúlfi sem Helga keypti í New York þegar hún bjó þar. Kaffipokastatífið frá fyndna frænda.Vísir/Vilhelm„Ég er cool bæ" Helga Gvuðrún fékk kaffipokastatíf frá systursyni sínum, honum Hjálmari Friðriki. Henni þykir sérstaklega vænt um þessa gjöf. „Þetta statíf er svo fyndið. Frændi minn skar þetta út í smíði þegar hann var sjö ára gamall og skrifaði með brennipenna „ég er cool bæ“. Hann fattaði að mér myndi finnast þetta rosalega fyndið og gaf mér þetta í jólagjöf. Svo taka allir gestir eftir þessu statífi og fá þessa setningu á heilann. Öllum finnst þetta svo fyndið enda mikill húmor í þessu. Það gefur þessu enn meira gildi.“ Heklaða sjalið.Vísir/VilhelmGjöfin góða „Mamma fékk að gjöf heklað sjal frá fyrrverandi tengdamóður systur minnar. En mamma fékk aldrei að sjá þetta sjal, ég var fimmtán ára og féll alveg fyrir því, tók það og hef verið með það upp á dag síðan. Ég hef margoft týnt því og gleymt því á ýmsum stöðum en finn það alltaf aftur. Ég held það séu einhverjir galdrar í þessu. Síðan gaf þessi kæra fjölskylduvinkona okkar, hún Guðný Daníelsdóttir, mér glænýtt sjal í afmælisgjöf og sagði að fyrst ég væri svona hrifin af sjölunum hennar ætti ég að fá nýtt.“Demantastóll eftir Marcel Wanders.Vísir/VilhelmFíni stóllinn Helgu Guðrúnu var lengi búið að langa í demantastól eftir Marcel Wanders og ákvað að leyfa sér að kaupa eitt stykki þegar hún flutti í íbúðina á Vesturgötu fyrir fáeinum árum. „Ég heillast svo af þessu stundaglasformi og demantaforminu inni í honum. Einnig hvernig birtan flæðir í gegnum hann. Mig langar í fleiri liti og safna fleiri stólum en ég hef bara ekki plássið í það.“ Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
Helga Gvuðrún býr með Orra Finnssyni í snoturri íbúð á Vesturgötunni. Ásamt því að búa saman hanna þau, smíða og selja skartgripi saman undir merkinu Orri Finn Design. Það er jólalegt um að litast í íbúðinni, lítið jólatré í miðri stofunni og englar á stjái. „Það var svo brjálað að gera fyrir jól að við skreyttum svo seint. Jólatréð var sett upp í stressi á aðfangadagsmorgun og ég bara tími ekki að taka jólin strax niður,“ segir Helga Gvuðrún.Fyrsta akkerið.Vísir/VilhelmÞað er gaman að skoða heimili Helgu og Orra sem ilmar af reykelsi og kveikt er á ótal kertum. Í hillunum eru alls kyns forvitnilegir hlutir, óvenjulegir og framandi, marglit teppi á sófum og alls kyns hljóðfæri uppi á veggjum. „Ég er mikið fyrir þjóðlega hluti og handverk frá fjarlægum svæðum,“ segir Helga og hefst handa við að sýna og segja frá uppáhaldshlutunum sínum en hún átti erfitt með að velja á milli. Hún ákvað að lokum að vera á persónulegu nótunum og valdi hluti sem skipta hana hjartans máli. Fyrsti skartgripurinn Fyrsta línan sem Helga og Orri hönnuðu saman er byggð á akkeri. Fyrsta akkerið sem var gert er hálsmen úr gulli og þetta hálsmen ber Helga á hverjum degi og tekur aldrei af sér. „Þessi hlutur er næstur hjarta mínu. Fyrsti skartgripurinn sem við Orri náðum saman með og þetta er mitt akkeri,“ segir Helga.Fuglasafnið.Vísir/VilhelmFuglasafnið Helga fékk krummann að gjöf fyrir nokkrum árum og þá kviknaði áhugi hennar á uppstoppuðum dýrum. Þegar hún kynntist Orra sagði hún honum frá þessum áhuga sínum og fyrsta gjöfin sem hún fékk frá honum var uppstoppuð rjúpa. Síðan hafa kjói, páfagaukur og lundi bæst í safnið góða. „Rómantíska gjöfin í okkar sambandi er uppstoppaður fugl. Ég hef svakalegan áhuga á þessu og finnst þetta svo fallegt.“ Í safninu má einnig finna beinagrind af krókódíl og sléttuúlfi sem Helga keypti í New York þegar hún bjó þar. Kaffipokastatífið frá fyndna frænda.Vísir/Vilhelm„Ég er cool bæ" Helga Gvuðrún fékk kaffipokastatíf frá systursyni sínum, honum Hjálmari Friðriki. Henni þykir sérstaklega vænt um þessa gjöf. „Þetta statíf er svo fyndið. Frændi minn skar þetta út í smíði þegar hann var sjö ára gamall og skrifaði með brennipenna „ég er cool bæ“. Hann fattaði að mér myndi finnast þetta rosalega fyndið og gaf mér þetta í jólagjöf. Svo taka allir gestir eftir þessu statífi og fá þessa setningu á heilann. Öllum finnst þetta svo fyndið enda mikill húmor í þessu. Það gefur þessu enn meira gildi.“ Heklaða sjalið.Vísir/VilhelmGjöfin góða „Mamma fékk að gjöf heklað sjal frá fyrrverandi tengdamóður systur minnar. En mamma fékk aldrei að sjá þetta sjal, ég var fimmtán ára og féll alveg fyrir því, tók það og hef verið með það upp á dag síðan. Ég hef margoft týnt því og gleymt því á ýmsum stöðum en finn það alltaf aftur. Ég held það séu einhverjir galdrar í þessu. Síðan gaf þessi kæra fjölskylduvinkona okkar, hún Guðný Daníelsdóttir, mér glænýtt sjal í afmælisgjöf og sagði að fyrst ég væri svona hrifin af sjölunum hennar ætti ég að fá nýtt.“Demantastóll eftir Marcel Wanders.Vísir/VilhelmFíni stóllinn Helgu Guðrúnu var lengi búið að langa í demantastól eftir Marcel Wanders og ákvað að leyfa sér að kaupa eitt stykki þegar hún flutti í íbúðina á Vesturgötu fyrir fáeinum árum. „Ég heillast svo af þessu stundaglasformi og demantaforminu inni í honum. Einnig hvernig birtan flæðir í gegnum hann. Mig langar í fleiri liti og safna fleiri stólum en ég hef bara ekki plássið í það.“
Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira