Hver á jafnréttisbaráttuna? Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. janúar 2015 07:00 Í vikunni birtist frétt um áhugaverða greiningu Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði, á pólitísku ásunum í íslensku samfélagi. Hann segir að hugmyndin um að skilgreina flokkspólitískar línur út frá klassískum vinstri/hægri ás sé gengin sér til húðar, að línurnar séu meira og minna á floti og helsti mælikvarðinn sé skoðanir á því hvert umfang ríkisins eigi að vera. Þrátt fyrir þessa greiningu stjórnmálafræðinnar þekkjum við að í almennri umræðu um íslenska pólitík eru enn og mismálefnalega settir aðrir þættir en ríkisumsvif undir meinta hatta vinstri og hægri. Mér varð til að mynda hugsað til þessa dilkadráttar þegar ég las viðbrögð við hugmyndum utanríkisráðherra um að halda ráðstefnu karla um jafnréttismál. Einhverra hluta vegna fann ákaft áhugafólk um jafnrétti hugmyndinni allt til foráttu og grínaðist með að Gunnar Bragi hefði augljóslega ekki lesið neitt um kynjajafnrétti síðan 1950 fyrst áherslan væri á karlmenn. Mér finnst faktískt undarlegt að sama fólk og hefur ítrekað rætt um að ójafnrétti sé ekki síður vandamál karla en kvenna, agnúist svo út í vettvang sem bæði í efni og formi segir nákvæmlega það. Það má spyrja hvort gagnrýni á formið hafi verið eina ástæða upphlaupsins. Kannski spilaði inn í að þarna stigu inn á vettvang jafnréttismála fulltrúar annarra flokka en hafa hingað til barist hvað ötulast á þeim vettvangi. Það er til að mynda vandséð hver sé í raun munurinn á alþjóðlegri karlaráðstefnu um jafnrétti og til dæmis karlahópi Femínistafélagsins sem heldur fundi karla um jafnréttismál. Því miður held ég að fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hverjir hafi leyfi til að vera málsvarar ákveðinna málefna hafi átt sinn þátt í gagnrýninni. Það er synd ef eignarhald flokka – eða kynja – á hugmyndafræði veldur því að við fögnum síður jákvæðum skrefum ef einhver annar stígur þau. Mér finnst þvert á móti að við ættum öll að geta verið bara nokkuð stolt af því að Ísland haldi fyrstu alþjóðlegu jafnréttisráðstefnuna þar sem meirihluti þátttakenda er karlar. Því það á að vera alveg sama hvaðan gott kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun
Í vikunni birtist frétt um áhugaverða greiningu Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði, á pólitísku ásunum í íslensku samfélagi. Hann segir að hugmyndin um að skilgreina flokkspólitískar línur út frá klassískum vinstri/hægri ás sé gengin sér til húðar, að línurnar séu meira og minna á floti og helsti mælikvarðinn sé skoðanir á því hvert umfang ríkisins eigi að vera. Þrátt fyrir þessa greiningu stjórnmálafræðinnar þekkjum við að í almennri umræðu um íslenska pólitík eru enn og mismálefnalega settir aðrir þættir en ríkisumsvif undir meinta hatta vinstri og hægri. Mér varð til að mynda hugsað til þessa dilkadráttar þegar ég las viðbrögð við hugmyndum utanríkisráðherra um að halda ráðstefnu karla um jafnréttismál. Einhverra hluta vegna fann ákaft áhugafólk um jafnrétti hugmyndinni allt til foráttu og grínaðist með að Gunnar Bragi hefði augljóslega ekki lesið neitt um kynjajafnrétti síðan 1950 fyrst áherslan væri á karlmenn. Mér finnst faktískt undarlegt að sama fólk og hefur ítrekað rætt um að ójafnrétti sé ekki síður vandamál karla en kvenna, agnúist svo út í vettvang sem bæði í efni og formi segir nákvæmlega það. Það má spyrja hvort gagnrýni á formið hafi verið eina ástæða upphlaupsins. Kannski spilaði inn í að þarna stigu inn á vettvang jafnréttismála fulltrúar annarra flokka en hafa hingað til barist hvað ötulast á þeim vettvangi. Það er til að mynda vandséð hver sé í raun munurinn á alþjóðlegri karlaráðstefnu um jafnrétti og til dæmis karlahópi Femínistafélagsins sem heldur fundi karla um jafnréttismál. Því miður held ég að fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hverjir hafi leyfi til að vera málsvarar ákveðinna málefna hafi átt sinn þátt í gagnrýninni. Það er synd ef eignarhald flokka – eða kynja – á hugmyndafræði veldur því að við fögnum síður jákvæðum skrefum ef einhver annar stígur þau. Mér finnst þvert á móti að við ættum öll að geta verið bara nokkuð stolt af því að Ísland haldi fyrstu alþjóðlegu jafnréttisráðstefnuna þar sem meirihluti þátttakenda er karlar. Því það á að vera alveg sama hvaðan gott kemur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun