Binda vonir við nýja aðferð við dælingu í Landeyjahöfn ingvar haraldsson skrifar 23. janúar 2015 07:00 Ekki hefur verið hægt að nota höfnina jafn mikið og vonir stóðu til þegar hún var opnuð árið 2010. vísir/pjetur Vegagerðin hyggst gera tilraunir með sanddælingu frá landi í Landeyjahöfn í mars. Búið er að leigja dælu til verksins. Hingað til hefur dælingin verið gerð á skipum. „Vonir standa til að með dælu frá landi verði hægt að dýpka við mun hærri öldu en nú er gert,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Gangi tilraunirnar að óskum hyggst Vegagerðin bjóða út dælu sem yrði á landi. Það verður þó ekki gert fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um smíði nýs Herjólfs að sögn Sigurðar. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin þótt stefnt sé að því að smíði skipsins verði boðin út í vor samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var út í gær.Telur nýja dæla ekki svara kostnaði með núverandi Herjólf Með nýrri dælu og nýjum Herjólfi telur Sigurður að hægt verði að nota Landeyjahöfn 90 prósent af árinu. Höfnin muni helst lokast yfir háveturinn. Sigurður telur það ekki svara kostnaði að fara út í nýjar dýpkunaraðferðir fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um ferjukaupin. „Það er lítið gagn í því að hafa nægt dýpi í höfninni fyrir Herjólf yfir háveturinn. Dæla þarf upp margfalt meiri sandi fyrir Herjólf miðað við nýju ferjuna og svo getur Herjólfur lítið siglt til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar á þessum árstíma,“ segir Sigurður.Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanneyja, er ósáttur við seinagang ráðamanna varðandi Herjólf og Landeyjahöfn.Ekkert verið gert síðan höfnin opnaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er ósáttur við hve lítið hefur verið gert til að bæta samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. „Staðan núna er sú hin sama og þegar Landeyjahöfn var opnuð. Það hafa nákvæmlega engar úrbætur verið gerðar, hvorki hvað varðar mannvirkið sjálft eða dýpkunaraðferðir,“ segir Elliði og kallar eftir því að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvernig leysa eigi vandann. Frá því að Landeyjahöfn var opnuð í júlí árið 2010 hefur þurft að beina 1.142 ferðum Herjólfs til Þorlákshafnar því Landeyjahöfn hefur verið ónothæf. Þá hafa 220 ferðir til Landeyjahafnar fallið niður. Flestar hafa þær verið frá því undir lok nóvember og fram á vor en þá hefur Landeyjahöfn ekkert verið notuð. Nú er dýpið í mynni Landeyjahafnar 2,6 metrar og myndi því ekki duga nýjum Herjólfi sem stefnt er á að muni rista 2,8 metra. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Vegagerðin hyggst gera tilraunir með sanddælingu frá landi í Landeyjahöfn í mars. Búið er að leigja dælu til verksins. Hingað til hefur dælingin verið gerð á skipum. „Vonir standa til að með dælu frá landi verði hægt að dýpka við mun hærri öldu en nú er gert,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Gangi tilraunirnar að óskum hyggst Vegagerðin bjóða út dælu sem yrði á landi. Það verður þó ekki gert fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um smíði nýs Herjólfs að sögn Sigurðar. Sú ákvörðun hefur ekki enn verið tekin þótt stefnt sé að því að smíði skipsins verði boðin út í vor samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni sem send var út í gær.Telur nýja dæla ekki svara kostnaði með núverandi Herjólf Með nýrri dælu og nýjum Herjólfi telur Sigurður að hægt verði að nota Landeyjahöfn 90 prósent af árinu. Höfnin muni helst lokast yfir háveturinn. Sigurður telur það ekki svara kostnaði að fara út í nýjar dýpkunaraðferðir fyrr en ákvörðun hefur verið tekin um ferjukaupin. „Það er lítið gagn í því að hafa nægt dýpi í höfninni fyrir Herjólf yfir háveturinn. Dæla þarf upp margfalt meiri sandi fyrir Herjólf miðað við nýju ferjuna og svo getur Herjólfur lítið siglt til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar á þessum árstíma,“ segir Sigurður.Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanneyja, er ósáttur við seinagang ráðamanna varðandi Herjólf og Landeyjahöfn.Ekkert verið gert síðan höfnin opnaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er ósáttur við hve lítið hefur verið gert til að bæta samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. „Staðan núna er sú hin sama og þegar Landeyjahöfn var opnuð. Það hafa nákvæmlega engar úrbætur verið gerðar, hvorki hvað varðar mannvirkið sjálft eða dýpkunaraðferðir,“ segir Elliði og kallar eftir því að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvernig leysa eigi vandann. Frá því að Landeyjahöfn var opnuð í júlí árið 2010 hefur þurft að beina 1.142 ferðum Herjólfs til Þorlákshafnar því Landeyjahöfn hefur verið ónothæf. Þá hafa 220 ferðir til Landeyjahafnar fallið niður. Flestar hafa þær verið frá því undir lok nóvember og fram á vor en þá hefur Landeyjahöfn ekkert verið notuð. Nú er dýpið í mynni Landeyjahafnar 2,6 metrar og myndi því ekki duga nýjum Herjólfi sem stefnt er á að muni rista 2,8 metra.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira