Nýtt myndband úr leiknum Rerunners Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:30 Oddur Snær Magnússon, Guðmundur Hallgrímsson og Ívar Emilsson Vísir „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum. Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
„Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00