Friðrik Ólafsson 80 ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2015 08:30 Friðrik Ólafsson vísir/gva Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“ Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira