Strindberg sem spjallþáttur í útvarpi Magnús Guðmundsson skrifar 29. janúar 2015 14:00 „Strindberg leitaði að nýjum sannleika í samskiptum kynjanna og það á erindi til okkar í dag,“ segir Bjarni Jónsson, höfundur og leikstjóri. Vísir/Stefán Bjarni hefur verið ákaflega ötull við að skrifa fyrir leikhús á liðnum árum og er stór hluti þeirra verka bæði leikrit og leikgerðir fyrir útvarp. „Mér hefur alltaf þótt útvarpið heillandi miðill. Það er svo heillandi að vinna aðeins með hljóðheiminn; texta, tónlist og hljóð. Það er gaman að blanda þessu saman og ég hef alltaf verið sérstakur áhugamaður um tónlistina í textanum. Það felur líka í sér ákveðna áskorun að ná til áheyrandans með þessum hætti. Útvarpið er svo mikið maður á mann miðill þannig að upplifunin af því að hlusta á útvarpsleikhús er að mínu mati ákaflega persónuleg. Að vinna sem höfundur og leikstjóri í útvarpsleikhúsi er ákaflega ólíkt því að vinna í leikhúsi. Í útvarpsleikhúsinu gefst tækifæri til þess að vera alvaldur á meðan leikhúsið er miklu meiri samvinna allra aðila.“ Umgjörð Strindberg – stundin okkar er spjallþáttur þar sem þáttarstjórnandi (Hjálmar Hjálmarsson) tekur á móti tveimur gestum (Sveini Ólafi Gunnarssyni og Sólveigu Guðmundsdóttur) í skemmtilegt spjall um Föðurinn eftir Strindberg. Þessi umgjörð er því með sönnu sérsniðin að útvarpinu sem miðli. „Málið er að útvarp hefur verið að þróast mikið á liðnum árum. Tækifærum til þess að framleiða efni frá grunni hefur fækkað á meðan það er aukin áhersla á almennt spjall. Þáttastjórnendur fá til sín skemmtilega viðmælendur og spjalla um tiltekin málefni frekar en að framleiða efni um málefnið. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri heldur virðist þessi þróun eiga sér stað víðast hvar í heiminum. Mig langaði til þess að sjá hvernig það kæmi út að setja Föðurinn í þennan spjallþáttabúning. Ég nota það verk sem ákveðinn grunn en endurvinn texta Strindbergs. Það er margt í þessu verki sem á mikið erindi til nútímans en annað er vissulega skrítið. Ég valdi Strindberg vegna þess að honum hefur verið skellt í yfirdramatísku skúffuna. En það er mikill húmor í Strindberg sem hefur oft verið verið horft fram hjá. Hann fjallar mikið um samskipti kynjanna og hefur lúmskan húmor fyrir eigin lífi. Þetta málefni er líka tímalaust og með því að færa hann með róttækum hætti til samtímans kemur berlega í ljós hvað þetta á mikið erindi.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bjarni hefur verið ákaflega ötull við að skrifa fyrir leikhús á liðnum árum og er stór hluti þeirra verka bæði leikrit og leikgerðir fyrir útvarp. „Mér hefur alltaf þótt útvarpið heillandi miðill. Það er svo heillandi að vinna aðeins með hljóðheiminn; texta, tónlist og hljóð. Það er gaman að blanda þessu saman og ég hef alltaf verið sérstakur áhugamaður um tónlistina í textanum. Það felur líka í sér ákveðna áskorun að ná til áheyrandans með þessum hætti. Útvarpið er svo mikið maður á mann miðill þannig að upplifunin af því að hlusta á útvarpsleikhús er að mínu mati ákaflega persónuleg. Að vinna sem höfundur og leikstjóri í útvarpsleikhúsi er ákaflega ólíkt því að vinna í leikhúsi. Í útvarpsleikhúsinu gefst tækifæri til þess að vera alvaldur á meðan leikhúsið er miklu meiri samvinna allra aðila.“ Umgjörð Strindberg – stundin okkar er spjallþáttur þar sem þáttarstjórnandi (Hjálmar Hjálmarsson) tekur á móti tveimur gestum (Sveini Ólafi Gunnarssyni og Sólveigu Guðmundsdóttur) í skemmtilegt spjall um Föðurinn eftir Strindberg. Þessi umgjörð er því með sönnu sérsniðin að útvarpinu sem miðli. „Málið er að útvarp hefur verið að þróast mikið á liðnum árum. Tækifærum til þess að framleiða efni frá grunni hefur fækkað á meðan það er aukin áhersla á almennt spjall. Þáttastjórnendur fá til sín skemmtilega viðmælendur og spjalla um tiltekin málefni frekar en að framleiða efni um málefnið. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri heldur virðist þessi þróun eiga sér stað víðast hvar í heiminum. Mig langaði til þess að sjá hvernig það kæmi út að setja Föðurinn í þennan spjallþáttabúning. Ég nota það verk sem ákveðinn grunn en endurvinn texta Strindbergs. Það er margt í þessu verki sem á mikið erindi til nútímans en annað er vissulega skrítið. Ég valdi Strindberg vegna þess að honum hefur verið skellt í yfirdramatísku skúffuna. En það er mikill húmor í Strindberg sem hefur oft verið verið horft fram hjá. Hann fjallar mikið um samskipti kynjanna og hefur lúmskan húmor fyrir eigin lífi. Þetta málefni er líka tímalaust og með því að færa hann með róttækum hætti til samtímans kemur berlega í ljós hvað þetta á mikið erindi.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira