Skottið fullt af drasli Frosti Logason skrifar 29. janúar 2015 07:00 Ég hlustaði á útvarpið á leið minni til vinnu í gærmorgun og heyrði þar nýjan fróðleik sem ég á eftir að búa að það sem eftir lifir ævi minnar. Þar var læknir sem fræddi hlustendur um þá staðreynd að inntaka sítrónusafa að morgni í volgu vatni gerði kraftaverk fyrir lifrina, þarma og ristil. Sítrónan gerir það að verkum að betri hreyfing kemst á allt þetta kerfi flókinna líffæra en lífið gengur víst miklu betur fyrir sig þegar við náum að hreinsa óæskilegar gallsýrur út um þarmana og nýrun frekar en með öðrum leiðum sem liggja upp á við. Læknirinn sagði mikilvægt að fara á fætur á milli klukkan sjö og níu til þess að sleppa út því sem lifrin væri búin að framleiða yfir nóttina. Ef þessi hreinsun fær ekki að eiga sér stað aukast víst líkurnar á alls kyns óþægindum en níutíu prósent af öllum vandamálum mannsins eiga jú upptök sín að rekja til ristilsins. Ég og samstarfsfélagi minn fórum að vorkenna sjálfum okkur fyrir það erfiða hlutskipti að sitja stöðugt fastir til hádegis fyrir framan hljóðnemann í beinni útsendingu. Það gerir það nefnilega að verkum að okkur gefst yfirleitt ekki færi á að leyfa þessari mikilvægu hreinsun að eiga sér stað fyrr en um eða eftir hádegi. En sú mæða, hugsuðum við, eflaust styttist ævi okkar umtalsvert með því að geyma allt þetta drasl í skottinu fram eftir degi. Það var því hughreystandi þegar hlustendur hringdu inn og bentu okkur á að það væru aðrir hópar í samfélaginu sem hefðu það skítt í þessum efnum. Nægir þar að nefna strætóbílstjórann sem þurfti að deila sínum hægðum niður á þrjár mínútur í Mjóddinni og klára svo rest niðri á Hlemmi klukkutíma síðar. Kranamaðurinn í Borgartúni átti líka alla okkar samúð þar sem hann hírðist í tugmetra hæð heilu og hálfu dagana og gat lítið annað gert en að horfa með hýru auga á tóman kaffibolla sinn þegar náttúran kallaði. Þá megum við allavega þakka fyrir að geta í neyðartilvikum skellt Bitter Sweet Symphony á fóninn og hlaupið inn á náðhúsið með skeiðklukkuna að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ég hlustaði á útvarpið á leið minni til vinnu í gærmorgun og heyrði þar nýjan fróðleik sem ég á eftir að búa að það sem eftir lifir ævi minnar. Þar var læknir sem fræddi hlustendur um þá staðreynd að inntaka sítrónusafa að morgni í volgu vatni gerði kraftaverk fyrir lifrina, þarma og ristil. Sítrónan gerir það að verkum að betri hreyfing kemst á allt þetta kerfi flókinna líffæra en lífið gengur víst miklu betur fyrir sig þegar við náum að hreinsa óæskilegar gallsýrur út um þarmana og nýrun frekar en með öðrum leiðum sem liggja upp á við. Læknirinn sagði mikilvægt að fara á fætur á milli klukkan sjö og níu til þess að sleppa út því sem lifrin væri búin að framleiða yfir nóttina. Ef þessi hreinsun fær ekki að eiga sér stað aukast víst líkurnar á alls kyns óþægindum en níutíu prósent af öllum vandamálum mannsins eiga jú upptök sín að rekja til ristilsins. Ég og samstarfsfélagi minn fórum að vorkenna sjálfum okkur fyrir það erfiða hlutskipti að sitja stöðugt fastir til hádegis fyrir framan hljóðnemann í beinni útsendingu. Það gerir það nefnilega að verkum að okkur gefst yfirleitt ekki færi á að leyfa þessari mikilvægu hreinsun að eiga sér stað fyrr en um eða eftir hádegi. En sú mæða, hugsuðum við, eflaust styttist ævi okkar umtalsvert með því að geyma allt þetta drasl í skottinu fram eftir degi. Það var því hughreystandi þegar hlustendur hringdu inn og bentu okkur á að það væru aðrir hópar í samfélaginu sem hefðu það skítt í þessum efnum. Nægir þar að nefna strætóbílstjórann sem þurfti að deila sínum hægðum niður á þrjár mínútur í Mjóddinni og klára svo rest niðri á Hlemmi klukkutíma síðar. Kranamaðurinn í Borgartúni átti líka alla okkar samúð þar sem hann hírðist í tugmetra hæð heilu og hálfu dagana og gat lítið annað gert en að horfa með hýru auga á tóman kaffibolla sinn þegar náttúran kallaði. Þá megum við allavega þakka fyrir að geta í neyðartilvikum skellt Bitter Sweet Symphony á fóninn og hlaupið inn á náðhúsið með skeiðklukkuna að vopni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun