Kaleo tekur upp tónlist í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. febrúar 2015 09:57 Hljómsveitin Kaleo vinnur með þekktum upptökustjóra í London. Mynd/Baldvin Vernharðsson Hljómsveitin Kaleo er þessa dagana stödd í hljóðveri í London, þar sem hún er í upptökum. Sveitin vinnur þar með breska upptökustjóranum Mike Crossey. „Við erum að prófa að vinna með Crossey og sjáum svo hvað kemur út úr því. Þetta er mikill fagmaður og við hlökkum til samstarfsins,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Crossey hefur unnið með hljómsveitum á borð við Arctic Monkeys, Keane, The Kooks og Razorlight, svo nokkrar séu nefndar. Kaleo verður í London í nokkrar vikur í upptökum en fer svo vestur um haf, nánar tiltekið til Austin í Texas. „Við spilum á tónleikum í Austin um miðjan febrúar eða seinni hluta febrúar. Við verðum með eins konar búsetu í Austin en verðum líka mikið á ferðinni á næstunni, geri ég ráð fyrir,“ útskýrir Jökull. Sveitin mun líklega koma fram á fleiri tónleikum í Bandaríkjunum í kjölfarið. Kaleo skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records fyrir skömmu og verður tónlist hljómsveitarinnar gefin út á heimsvísu. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo er þessa dagana stödd í hljóðveri í London, þar sem hún er í upptökum. Sveitin vinnur þar með breska upptökustjóranum Mike Crossey. „Við erum að prófa að vinna með Crossey og sjáum svo hvað kemur út úr því. Þetta er mikill fagmaður og við hlökkum til samstarfsins,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Crossey hefur unnið með hljómsveitum á borð við Arctic Monkeys, Keane, The Kooks og Razorlight, svo nokkrar séu nefndar. Kaleo verður í London í nokkrar vikur í upptökum en fer svo vestur um haf, nánar tiltekið til Austin í Texas. „Við spilum á tónleikum í Austin um miðjan febrúar eða seinni hluta febrúar. Við verðum með eins konar búsetu í Austin en verðum líka mikið á ferðinni á næstunni, geri ég ráð fyrir,“ útskýrir Jökull. Sveitin mun líklega koma fram á fleiri tónleikum í Bandaríkjunum í kjölfarið. Kaleo skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records fyrir skömmu og verður tónlist hljómsveitarinnar gefin út á heimsvísu.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira