Ritzenhoff-raunir Berglind Pétursdóttir skrifar 2. febrúar 2015 00:00 Það hefur verið sagt um mig (mamma segir um mig) að það sé ómögulegt að gefa mér gjafir, ég er stundum með fjólublátt hár, er ekki eins og fólk er flest og svo framvegis. Þar af leiðandi fæ ég mjög mikið af gjafakortum í gjafir og svo eru náttúrulega hinar klassísku „gjafir fyrir þann sem á allt“. Í þeim flokki eru hlutir eins og rándýr kerti, fyndnir grínhlutir sem enginn hefur þörf fyrir, íslensk hönnun og geitur, vatnsbrunnar og skólaganga fyrir fátæka í öðrum heimsálfum. Um nýliðin jól brá móðir mín hins vegar á það ráð að gefa mér 20 stykki af forláta Ritzenhoff-bjórglösum. Þegar ég opnaði gjöfina hvíslaði mamma varlega, „þú átt nú ekki eftir að verða ánægð með þetta“. Ég var búin að segja henni af hrakförum vinkvenna minna á sölusíðum á internetinu, þar sem þær sitja sveittar við að reyna að selja Ritzenhoff-glös til að geta keypt sér Iittala-stjaka (sem eitt sinn þóttu jafn ósmart og Ritzenhoffið þykir í dag, ótrúlegt). Fróður maður sagði mér nefnilega að þegar fólk sér Ritzenhoff í hillunum heima hjá þér gengur það að því vísu að þú sért forfallinn Ritzenhoff-safnari og gefur þér Ritzenhoff við öll tækifæri, afmæli, jól, brúðkaupsafmæli, edrúafmæli, nefndu það. Ritzið hrannast upp í skápunum og safnar ryki. Nema hvað, þarna erum við saman komin á aðfangadagskvöldi. Ég er strax farin að leita leiða til að losna við glösin. Ég stari á þau, spegla mig í myndskreyttu glerinu og kem ekki upp orði því ég er svo þakklát fyrir uppþvottavélina sem mamma gaf mér í innflutningsgjöf og átti að koma í stað fyrir jólagjöf. Hvernig á ég að koma þessu fyrir í íbúðinni, svo enginn sjái? Þegar hér er komið við sögu kveður pabbi sér hljóðs og kemur mér til bjargar. „Nei heyrðu, eru þetta ekki glösin sem ég fékk í fertugsafmælisgjöf?“ Málið dautt, pabbi á glösin, get ekki tekið við þeim. Mamma má nú samt eiga það að þetta er frumleg leið til að losa sig við varning eins og þennan. Takk pabbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun
Það hefur verið sagt um mig (mamma segir um mig) að það sé ómögulegt að gefa mér gjafir, ég er stundum með fjólublátt hár, er ekki eins og fólk er flest og svo framvegis. Þar af leiðandi fæ ég mjög mikið af gjafakortum í gjafir og svo eru náttúrulega hinar klassísku „gjafir fyrir þann sem á allt“. Í þeim flokki eru hlutir eins og rándýr kerti, fyndnir grínhlutir sem enginn hefur þörf fyrir, íslensk hönnun og geitur, vatnsbrunnar og skólaganga fyrir fátæka í öðrum heimsálfum. Um nýliðin jól brá móðir mín hins vegar á það ráð að gefa mér 20 stykki af forláta Ritzenhoff-bjórglösum. Þegar ég opnaði gjöfina hvíslaði mamma varlega, „þú átt nú ekki eftir að verða ánægð með þetta“. Ég var búin að segja henni af hrakförum vinkvenna minna á sölusíðum á internetinu, þar sem þær sitja sveittar við að reyna að selja Ritzenhoff-glös til að geta keypt sér Iittala-stjaka (sem eitt sinn þóttu jafn ósmart og Ritzenhoffið þykir í dag, ótrúlegt). Fróður maður sagði mér nefnilega að þegar fólk sér Ritzenhoff í hillunum heima hjá þér gengur það að því vísu að þú sért forfallinn Ritzenhoff-safnari og gefur þér Ritzenhoff við öll tækifæri, afmæli, jól, brúðkaupsafmæli, edrúafmæli, nefndu það. Ritzið hrannast upp í skápunum og safnar ryki. Nema hvað, þarna erum við saman komin á aðfangadagskvöldi. Ég er strax farin að leita leiða til að losna við glösin. Ég stari á þau, spegla mig í myndskreyttu glerinu og kem ekki upp orði því ég er svo þakklát fyrir uppþvottavélina sem mamma gaf mér í innflutningsgjöf og átti að koma í stað fyrir jólagjöf. Hvernig á ég að koma þessu fyrir í íbúðinni, svo enginn sjái? Þegar hér er komið við sögu kveður pabbi sér hljóðs og kemur mér til bjargar. „Nei heyrðu, eru þetta ekki glösin sem ég fékk í fertugsafmælisgjöf?“ Málið dautt, pabbi á glösin, get ekki tekið við þeim. Mamma má nú samt eiga það að þetta er frumleg leið til að losa sig við varning eins og þennan. Takk pabbi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun