Af tittlingum og peningalingum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Oft heyrir maður um hættuna sem steðjar að okkar ylhýra gagnvart aðgangsharðri enskunni sem sækir að okkur úr öllum áttum. Í sömu orðræðunni fylgja oft hvatningarorð um að vernda og geyma gull þetta í munni okkar. Það er gott og blessað en dugar skammt þegar sköpunarglöð og -gröð enskan sækir að. Nú dugir enginn varnarsigur heldur verðum við að sækja af krafti meðan við reynum svo að halda hreinu í vörninni. Íslenskan á því engan séns (æ, sorrí) nema ef við gefum sköpunargáfunni lausan tauminn og breytum henni á alla kanta meðan við varðveitum það sem fór um munn forfeðra vorra. Ein nýlundan sem mér dettur í hug er að færa sér í nyt smækkunarviðskeytið sem við vissulega eigum en notum helst til lítið. Á Spáni er hægt að biðja um cerveza ef mann þyrstir í bjór en líka cervezita vilji maður lítinn bjór. Eins þekkjum við þetta smækkunarviðskeyti í portúgölsku þar sem Ronaldo litli verður Ronaldinho. Við eigum þennan fína „ling“ eins og í stráklingur, eins er lítill og vesæll maður vesalingur. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ræða um titt þann er við karlmenn berum um okkur miðja og liggur óbættur hjá garði frá því að kaupakonur sáu Gretti liggja í lyngi eftir sjósund mikið. Mikil not má hafa af lingi þessu, sjáið bara hversu skemmtilegra orðið „vettlingur“ er heldur en „vöttur.“ Enginn skal þó nota orðið „kerling“ til að hefna fyrir Gretti, nema ef heilalingurinn er í einhverju ólagi eða kannski vonbrigðalingi í hjartlingi. Hins vegar má kalla lítinn fugl fugling, sá er eygir litla von getur borið vonlingi í hjartalingi og sá er býr í litlu húsi getur haldið til í húslingi sínu. Sá sem fær lítið útborgað fær síðan peningaling en sá sem fær mikið útborgað snýr sér til Guðrúnar Kvaran prófessors en hún finnur kannski hentugt stækkunarviðskeyti. Henni verður örugglega ekki skotaskuldling úr því. En nú læt ég pistlingi þessum lokið enda verð ég að fara að drífa mig í vinnlinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun
Oft heyrir maður um hættuna sem steðjar að okkar ylhýra gagnvart aðgangsharðri enskunni sem sækir að okkur úr öllum áttum. Í sömu orðræðunni fylgja oft hvatningarorð um að vernda og geyma gull þetta í munni okkar. Það er gott og blessað en dugar skammt þegar sköpunarglöð og -gröð enskan sækir að. Nú dugir enginn varnarsigur heldur verðum við að sækja af krafti meðan við reynum svo að halda hreinu í vörninni. Íslenskan á því engan séns (æ, sorrí) nema ef við gefum sköpunargáfunni lausan tauminn og breytum henni á alla kanta meðan við varðveitum það sem fór um munn forfeðra vorra. Ein nýlundan sem mér dettur í hug er að færa sér í nyt smækkunarviðskeytið sem við vissulega eigum en notum helst til lítið. Á Spáni er hægt að biðja um cerveza ef mann þyrstir í bjór en líka cervezita vilji maður lítinn bjór. Eins þekkjum við þetta smækkunarviðskeyti í portúgölsku þar sem Ronaldo litli verður Ronaldinho. Við eigum þennan fína „ling“ eins og í stráklingur, eins er lítill og vesæll maður vesalingur. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ræða um titt þann er við karlmenn berum um okkur miðja og liggur óbættur hjá garði frá því að kaupakonur sáu Gretti liggja í lyngi eftir sjósund mikið. Mikil not má hafa af lingi þessu, sjáið bara hversu skemmtilegra orðið „vettlingur“ er heldur en „vöttur.“ Enginn skal þó nota orðið „kerling“ til að hefna fyrir Gretti, nema ef heilalingurinn er í einhverju ólagi eða kannski vonbrigðalingi í hjartlingi. Hins vegar má kalla lítinn fugl fugling, sá er eygir litla von getur borið vonlingi í hjartalingi og sá er býr í litlu húsi getur haldið til í húslingi sínu. Sá sem fær lítið útborgað fær síðan peningaling en sá sem fær mikið útborgað snýr sér til Guðrúnar Kvaran prófessors en hún finnur kannski hentugt stækkunarviðskeyti. Henni verður örugglega ekki skotaskuldling úr því. En nú læt ég pistlingi þessum lokið enda verð ég að fara að drífa mig í vinnlinguna.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun