Flexaði vöðvana í Talent og fékk fimmtíu vinabeiðnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. febrúar 2015 08:30 Dagbjartur kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu og spjótkast á hug hans allan. vísir/valli Dagbjartur Daði Jónsson kom fram í þriðja þætti Ísland Got Talent en þar hermdi hann á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn. „Facebook sprakk eiginlega hjá mér. Ég er kominn með einhverjar fimmtíu vinabeiðnir,“ segir hinn sautján ára gamli Dagbjartur. Nær allar vinabeiðnirnar komu frá stelpum. Eftir að dómarar höfðu gert upp hug sinn bauð Jón Jónsson honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar á sviðinu til að hnykla vöðvana. Eftir þáttinn tísti Dagbjartur á Twitter að Jón Jónsson væri sennilega besti vængmaður sögunnar og hann ætti erfitt með svefn sökum truflana frá Facebook. „Jón á einhver verðlaun skilið fyrir þetta,“ segir Dagbjartur.@jonjonssonmusic Takk fyrir að vera mjög líklega besti wingman ever get varla sofið yfir facebook! #IGT2 — Dagbjartur Jónsson (@DagbjarturJnsso) February 8, 2015 Aðspurður segist hann hafi lengi getað hermt eftir Gollri. Hann hafi uppgötvað það í sjöunda bekk en stutt er síðan hann áttaði sig á því að það væru fáir sem byggju yfir þessum hæfileika. „Ég ákvað sjálfur að taka þátt. Það var engin utanaðkomandi pressa.“ Hann fékk þrjú nei frá dómurunum en Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti til fleiri eftirhermur í pokahorninu. Dagbjartur neitaði því en sagði að hann væri búinn að undirbúa atriði ef hann kæmist áfram. „Ég hafði hugsað mér að láta Gollri og Smjagal taka „rappbattl“. Ég var byrjaður að undirbúa textann og ætlaði að hafa frumsaminn takt undir.“ Hann ætlaði ekki að láta þar við sitja heldur vera í fullum skrúða, aðeins íklæddur lendaskýlu og málaður sem Gollrir. Niðurstaða dómaranna þýðir að það atriði mun líklega ekki rata á skjái landsmanna. Dagbjartur stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þegar hann er ekki upptekinn við að herma eftir persónu Tolkiens. Hann stundar einnig spjótkast af kappi en Dagbjartur kemur úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Móðir hans er hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir og hann og Aníta Hinriksdóttir eru systkinabörn. „Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Dagbjartur. Í fyrra varð hann í fjórða sæti á Meistaramóti Íslands í spjótkasti fullorðinna auk þess að bera höfuð og herðar yfir keppendur í unglingaflokki. Hann keppti einnig í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í Bakú í Aserbaídsjan. „Ég veit ekki hvort þetta „flex“ mun skila einhverju en það væri gaman,“ segir hann. Ísland Got Talent Tengdar fréttir „Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40 Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52 Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33 Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Dagbjartur Daði Jónsson kom fram í þriðja þætti Ísland Got Talent en þar hermdi hann á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn. „Facebook sprakk eiginlega hjá mér. Ég er kominn með einhverjar fimmtíu vinabeiðnir,“ segir hinn sautján ára gamli Dagbjartur. Nær allar vinabeiðnirnar komu frá stelpum. Eftir að dómarar höfðu gert upp hug sinn bauð Jón Jónsson honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar á sviðinu til að hnykla vöðvana. Eftir þáttinn tísti Dagbjartur á Twitter að Jón Jónsson væri sennilega besti vængmaður sögunnar og hann ætti erfitt með svefn sökum truflana frá Facebook. „Jón á einhver verðlaun skilið fyrir þetta,“ segir Dagbjartur.@jonjonssonmusic Takk fyrir að vera mjög líklega besti wingman ever get varla sofið yfir facebook! #IGT2 — Dagbjartur Jónsson (@DagbjarturJnsso) February 8, 2015 Aðspurður segist hann hafi lengi getað hermt eftir Gollri. Hann hafi uppgötvað það í sjöunda bekk en stutt er síðan hann áttaði sig á því að það væru fáir sem byggju yfir þessum hæfileika. „Ég ákvað sjálfur að taka þátt. Það var engin utanaðkomandi pressa.“ Hann fékk þrjú nei frá dómurunum en Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti til fleiri eftirhermur í pokahorninu. Dagbjartur neitaði því en sagði að hann væri búinn að undirbúa atriði ef hann kæmist áfram. „Ég hafði hugsað mér að láta Gollri og Smjagal taka „rappbattl“. Ég var byrjaður að undirbúa textann og ætlaði að hafa frumsaminn takt undir.“ Hann ætlaði ekki að láta þar við sitja heldur vera í fullum skrúða, aðeins íklæddur lendaskýlu og málaður sem Gollrir. Niðurstaða dómaranna þýðir að það atriði mun líklega ekki rata á skjái landsmanna. Dagbjartur stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þegar hann er ekki upptekinn við að herma eftir persónu Tolkiens. Hann stundar einnig spjótkast af kappi en Dagbjartur kemur úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Móðir hans er hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir og hann og Aníta Hinriksdóttir eru systkinabörn. „Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Dagbjartur. Í fyrra varð hann í fjórða sæti á Meistaramóti Íslands í spjótkasti fullorðinna auk þess að bera höfuð og herðar yfir keppendur í unglingaflokki. Hann keppti einnig í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í Bakú í Aserbaídsjan. „Ég veit ekki hvort þetta „flex“ mun skila einhverju en það væri gaman,“ segir hann.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir „Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40 Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52 Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33 Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40
Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52
Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33
Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16