Geta tvær manneskjur búið til byltingu? Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2015 15:00 Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir leita að jafnvægi í Tjarnarbíói á sunnudagskvöldið. PLANE er samstarfsverkefni danshöfundanna og dansaranna Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Katrínar Gunnarsdóttur en þær hafa unnið saman í tæp tíu ár, fyrst undir formerkjum Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar, en síðan sem dúett og er þetta annað verkið sem þær tvær setja upp saman. Fyrir fyrri sýninguna, Coming Up, hlutu þær Grímuverðlaunin 2013 sem danshöfundar ársins. Melkorka segir sýninguna nú hafa verið lengi í gerjun þó svo aðalvinnan hafi farið í gang í janúar. „Það er ákveðinn skyldleiki á milli fyrri sýningarinnar okkar og þessarar þar sem þær báðar byggja á ákveðnum hugtökum leikhússins. Að þessu sinni er rauði þráðurinn jafnvægi og það hugtak hefur leitt okkur víða. Jafnvægi er hreyfihugtak og samfélagslega séð erum við til að mynda að skoða lýðræði og almennt samfélagslegt jafnvægi. Við notum okkur sjálfar, líkama okkar og hreyfingar sem andstæður til þess að finna jafnvægi, enda erum við Katrín í senn ólíkar í útliti en líkar í hugsun. Við vinnum með andstæður á sem flestum flötum og leikmyndin vísar í það sem er venjulegt og óvenjulegt í senn. Stundum þarf að raska jafnvæginu, t.d. ef horft er til lýðræðis eða samfélagsins almennt, en við endurheimt jafnvægisins er staðan orðin betri og stöðugri en áður. Þannig spyrjum við okkur hvernig tvær manneskjur geta búið til byltingu? Geta tvær manneskjur komið af stað byltingu? Er það hægt með tveimur dönsurum á sviði?“ Melkorka segir að mikilvægur hluti af sýningunni sé að þær myndi í raun hljóðmyndina sjálfar á sviðinu. „Við notum hljóðkerfi sem tekur upp og spilar aftur hljóðin sem við myndum innan sýningarinnar og með því myndast eins konar hugleiðsluheimur, okkar heimur. Við gerðum þetta einnig í fyrri sýningunni okkar en núna er áherslan á að þetta sé hljóðheimur og hreyfingaheimur að kallast á. Hreyfingar leiða af sér dáleiðandi ástand þar sem erfitt er að geta sér til um hver er með og hver er á móti. PLANE er sýning þar sem tveir líkamar halda sig á línunni, hlið við hlið, skref fyrir skref. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
PLANE er samstarfsverkefni danshöfundanna og dansaranna Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Katrínar Gunnarsdóttur en þær hafa unnið saman í tæp tíu ár, fyrst undir formerkjum Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar, en síðan sem dúett og er þetta annað verkið sem þær tvær setja upp saman. Fyrir fyrri sýninguna, Coming Up, hlutu þær Grímuverðlaunin 2013 sem danshöfundar ársins. Melkorka segir sýninguna nú hafa verið lengi í gerjun þó svo aðalvinnan hafi farið í gang í janúar. „Það er ákveðinn skyldleiki á milli fyrri sýningarinnar okkar og þessarar þar sem þær báðar byggja á ákveðnum hugtökum leikhússins. Að þessu sinni er rauði þráðurinn jafnvægi og það hugtak hefur leitt okkur víða. Jafnvægi er hreyfihugtak og samfélagslega séð erum við til að mynda að skoða lýðræði og almennt samfélagslegt jafnvægi. Við notum okkur sjálfar, líkama okkar og hreyfingar sem andstæður til þess að finna jafnvægi, enda erum við Katrín í senn ólíkar í útliti en líkar í hugsun. Við vinnum með andstæður á sem flestum flötum og leikmyndin vísar í það sem er venjulegt og óvenjulegt í senn. Stundum þarf að raska jafnvæginu, t.d. ef horft er til lýðræðis eða samfélagsins almennt, en við endurheimt jafnvægisins er staðan orðin betri og stöðugri en áður. Þannig spyrjum við okkur hvernig tvær manneskjur geta búið til byltingu? Geta tvær manneskjur komið af stað byltingu? Er það hægt með tveimur dönsurum á sviði?“ Melkorka segir að mikilvægur hluti af sýningunni sé að þær myndi í raun hljóðmyndina sjálfar á sviðinu. „Við notum hljóðkerfi sem tekur upp og spilar aftur hljóðin sem við myndum innan sýningarinnar og með því myndast eins konar hugleiðsluheimur, okkar heimur. Við gerðum þetta einnig í fyrri sýningunni okkar en núna er áherslan á að þetta sé hljóðheimur og hreyfingaheimur að kallast á. Hreyfingar leiða af sér dáleiðandi ástand þar sem erfitt er að geta sér til um hver er með og hver er á móti. PLANE er sýning þar sem tveir líkamar halda sig á línunni, hlið við hlið, skref fyrir skref.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira