Alt-J á leið til landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2015 08:00 Hljómsveitin alt-J kemur fram á Íslandi þann 2. júní í Vodafonehöllinni. nordicphotos/getty „Ég er rosalega stoltur og ánægður með að hafa náð þeim til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar heitustu hljómsveitar í heiminum í dag, alt-J frá Bretlandi. Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni 2. júní. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir plötunni, This is All Yours, sem var tilnefnd til Grammy-verðlauna, og hefur sveitin fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annarri. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo mikil að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn. „Þeir eru að fara að spila í Danmörku og Noregi á næstunni og þar var skipt snarlega um tónleikastað því það seldist svo hratt upp og tónleikarnir því færðir í stærri hallir.“ Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð með alt-J í maí um Ástralíu en ekki liggur fyrir hvort hann kemur fram á tónleikunum í Vodafonehöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjartur stendur fyrir tónleikum á þessum stað. „Vodafonehöllin passar vel undir tónleikana. Þetta er 2.500 manna staður og ég hef aldrei áður notað hana. Ég hef heyrt bæði frá tónleikahöldurum og gestum að það sé rosalega fínn hljómburður á staðnum.“alt-JGuðbjartur hefur í langan tíma reynt að fá sveitina til landsins. „Ég hef verið að skoða þetta í tvö ár og svo er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim, sveitin hefur sprungið svo hratt út. Þá langar greinilega að koma til Íslands því þeir hafa verið að koma fram á mun stærri tónleikastöðum úti um allan heim og það er mikil eftirspurn eftir þeim,“ útskýrir Guðbjartur. Heyrst hefur að gífurlega mikið magn af tæknibúnaði fylgi sveitinni til landsins. „Alt-J er með mjög flott „tónleikasjó“ hef ég séð, þetta eru ekki bara einhverjir tónleikar.“ Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 23. febrúar á Midi.is. Einungis verða einir tónleikar. „Það er ekkert pláss í dagskránni hjá þeim til að taka tvenna tónleika, það verða bara þessir einu tónleikar.“Ýmislegt um alt-J Alt-j var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata hljómsveitarinnar, An Awesome Wave, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Meðal þekktra laga strákanna í alt-J eru til dæmis Breezeblocks, Matilda og Tesselate af fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, This Is All Yours, kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn. Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur og ánægður með að hafa náð þeim til landsins,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar heitustu hljómsveitar í heiminum í dag, alt-J frá Bretlandi. Tónleikarnir fara fram í Vodafonehöllinni 2. júní. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir plötunni, This is All Yours, sem var tilnefnd til Grammy-verðlauna, og hefur sveitin fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annarri. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo mikil að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn. „Þeir eru að fara að spila í Danmörku og Noregi á næstunni og þar var skipt snarlega um tónleikastað því það seldist svo hratt upp og tónleikarnir því færðir í stærri hallir.“ Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð með alt-J í maí um Ástralíu en ekki liggur fyrir hvort hann kemur fram á tónleikunum í Vodafonehöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðbjartur stendur fyrir tónleikum á þessum stað. „Vodafonehöllin passar vel undir tónleikana. Þetta er 2.500 manna staður og ég hef aldrei áður notað hana. Ég hef heyrt bæði frá tónleikahöldurum og gestum að það sé rosalega fínn hljómburður á staðnum.“alt-JGuðbjartur hefur í langan tíma reynt að fá sveitina til landsins. „Ég hef verið að skoða þetta í tvö ár og svo er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim, sveitin hefur sprungið svo hratt út. Þá langar greinilega að koma til Íslands því þeir hafa verið að koma fram á mun stærri tónleikastöðum úti um allan heim og það er mikil eftirspurn eftir þeim,“ útskýrir Guðbjartur. Heyrst hefur að gífurlega mikið magn af tæknibúnaði fylgi sveitinni til landsins. „Alt-J er með mjög flott „tónleikasjó“ hef ég séð, þetta eru ekki bara einhverjir tónleikar.“ Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 23. febrúar á Midi.is. Einungis verða einir tónleikar. „Það er ekkert pláss í dagskránni hjá þeim til að taka tvenna tónleika, það verða bara þessir einu tónleikar.“Ýmislegt um alt-J Alt-j var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata hljómsveitarinnar, An Awesome Wave, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Meðal þekktra laga strákanna í alt-J eru til dæmis Breezeblocks, Matilda og Tesselate af fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, This Is All Yours, kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn.
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“