Sýnir hjarta úr gleri og fleiri líffæri á degi elskenda Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2015 10:15 Sigga Heimis hönnuður segir margt með líffærum og glerverkum. Fréttablaðið/Andri Marinó Í dag kl. 14 verður efnt til málþings um gildi líffæragjafa í tengslum við sýningu Siggu Heimis hönnuðar og Ella Egilssonar myndlistarmanns sem nú sýna glerlistaverk og teikningar af líffærum í húsakynnum Hannesarholts. Á meðal þátttakenda verða bæði líffæraþegar og líffæragjafar og einnig Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í janúar á síðasta ári og varð líffæragjafi daginn eftir. Sigga Heimis hönnuður er á bak við málþingið og hún leggur áherslu á að þetta verði opið og óformlegt. „Við erum fyrst og fremst að fara að koma saman og ræða þessi mál enda brenna þau á mörgun og það eru allar skoðanir velkomnar. Frændi minn Sindri Sindrason sjónvarpsmaður ætlar að koma og stjórna umræðunum og það verða í raun engin framsöguerindi. Ég byrjaði sjálf að hugsa um þessi mál út frá glerlistinni en 2007 var haft samband við mig frá Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Þau voru að falast eftir hugmyndum að verkum frá mér og þá æxlaðist það þannig að ég fór að hugsa um líkindin á milli glers og líffæra. Bæði búa yfir þessum eiginleikum að geta verið í senn gríðarlega sterk og ákaflega viðkvæm, allt eftir því hvernig með þau er farið og þau eru meðhöndluð. Ég byrjaði að prófa mig áfram og í framhaldinu hef ég kynnt mér þetta mikilvæga málefni sem lífæragjafir eru og viljað vekja athygli á því sem víðast. Ég sýndi þessi verk í Stokkhólmi fyrir um ári síðan og þeir gáfu mér í rauninni öll verkin með þeim formerkjum að ég má ekki selja þau áfram. Þau fá því öll að fylgjast að í heild og það gleður mig. Mig langaði til þess að sýna þessi verk hérna heima og vissi af Ella og því sem hann er að gera. Það eru afskaplega fallegar myndir og hann alveg yndislegur. Í framhaldinu hafði ég samband við Hannesarholt og þau hafa opnað dyr sínar fyrir okkur endurgjaldslaust þar sem við sýnum bæði og höldum málþingið í dag á sjálfan Valentínusardaginn. Okkur finnst fara afskaplega vel á því að vera með þetta í dag á þessum degi málefna hjartans – þessa sterka en viðkvæma líffæris. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.” Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Í dag kl. 14 verður efnt til málþings um gildi líffæragjafa í tengslum við sýningu Siggu Heimis hönnuðar og Ella Egilssonar myndlistarmanns sem nú sýna glerlistaverk og teikningar af líffærum í húsakynnum Hannesarholts. Á meðal þátttakenda verða bæði líffæraþegar og líffæragjafar og einnig Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í janúar á síðasta ári og varð líffæragjafi daginn eftir. Sigga Heimis hönnuður er á bak við málþingið og hún leggur áherslu á að þetta verði opið og óformlegt. „Við erum fyrst og fremst að fara að koma saman og ræða þessi mál enda brenna þau á mörgun og það eru allar skoðanir velkomnar. Frændi minn Sindri Sindrason sjónvarpsmaður ætlar að koma og stjórna umræðunum og það verða í raun engin framsöguerindi. Ég byrjaði sjálf að hugsa um þessi mál út frá glerlistinni en 2007 var haft samband við mig frá Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Þau voru að falast eftir hugmyndum að verkum frá mér og þá æxlaðist það þannig að ég fór að hugsa um líkindin á milli glers og líffæra. Bæði búa yfir þessum eiginleikum að geta verið í senn gríðarlega sterk og ákaflega viðkvæm, allt eftir því hvernig með þau er farið og þau eru meðhöndluð. Ég byrjaði að prófa mig áfram og í framhaldinu hef ég kynnt mér þetta mikilvæga málefni sem lífæragjafir eru og viljað vekja athygli á því sem víðast. Ég sýndi þessi verk í Stokkhólmi fyrir um ári síðan og þeir gáfu mér í rauninni öll verkin með þeim formerkjum að ég má ekki selja þau áfram. Þau fá því öll að fylgjast að í heild og það gleður mig. Mig langaði til þess að sýna þessi verk hérna heima og vissi af Ella og því sem hann er að gera. Það eru afskaplega fallegar myndir og hann alveg yndislegur. Í framhaldinu hafði ég samband við Hannesarholt og þau hafa opnað dyr sínar fyrir okkur endurgjaldslaust þar sem við sýnum bæði og höldum málþingið í dag á sjálfan Valentínusardaginn. Okkur finnst fara afskaplega vel á því að vera með þetta í dag á þessum degi málefna hjartans – þessa sterka en viðkvæma líffæris. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.”
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira