Myndlistin gerir mig sterkan og lífið skemmtilegra magnús guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 15:00 Þessi viðurkenning hvetur mig áfram í minni listsköpun, segir Karl Guðmundsson myndlistarmaður. Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“ Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira