Samdauna súru samfélagi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. febrúar 2015 07:00 „Fá engar konur bikar?“ Við sátum fjölskyldan og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna, Árið er, í sjónvarpinu þegar sá fimm ára hjó eftir þessu. Ég gerði það ekki sjálf, orðin svo samdauna samfélaginu að ég kippti mér ekkert upp við að sjá stríðan straum stráka og karla upp á svið að sækja verðlaun. Þetta er bara svona. Missti reyndar af Eddunni um helgina, hvernig var þetta þar? Sá heldur ekki Óskarinn, en frétti að leikkonunni Patriciu Arquette hefði verið klappað lof í lófa þegar hún þrumaði í ræðu eitthvað um launajafnrétti, að það væri tími til kominn! Jahérna, og árið er 2015. Ég hef áður fengið svipaðar spurningar frá þeim yngstu í fjölskyldunni. Eitthvað sem þau sjá eða heyra, jafnvel í barnaefninu í sjónvarpinu, vekur athygli þeirra og þau spyrja í forundran. Af hverju sagði hann „grenjar eins og smástelpa?“ Af hverju sagði hann „kastar eins og stelpa?“ Fá engar konur bikar? Geta konur ekki verið fyndnar? Af hverju sagði hann „oj, það gera bara stelpur“ þegar hann átti að greiða sér? Þau eru hissa á þessu, botna ekkert í þessu, enda ekki nema von. Stundum skammast ég mín fyrir að kynna þeim yngstu svo arfalélegt samfélag. Gjörið svo vel, krakkar mínir, árið er 2015 og svona er þetta bara. Alls konar óvirðingu og misrétti sem við látum bara viðgangast í rólegheitunum. Malla við vægan hita. Hausinn í sandinn og allir glaðir. Ég tel mig þokkalega meðvitaða um virðingarsnautt viðhorf gagnvart konum og ójafna stöðu kynjanna á hinum ýmsu og ófáu sviðum. Ég kippti mér hins vegar einhverra hluta ekkert upp við það að nánast engar konur fengu bikar þar sem við sátum þarna, fjölskyldan, og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna. Skyndilega sló það mig að ef við stöndum okkur ekki í stykkinu við útskýringar á ójafnvægi og misrétti þegar þau yngstu spyrja er bara tímaspursmál hvenær þau hætta líka að kippa sér upp við þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun
„Fá engar konur bikar?“ Við sátum fjölskyldan og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna, Árið er, í sjónvarpinu þegar sá fimm ára hjó eftir þessu. Ég gerði það ekki sjálf, orðin svo samdauna samfélaginu að ég kippti mér ekkert upp við að sjá stríðan straum stráka og karla upp á svið að sækja verðlaun. Þetta er bara svona. Missti reyndar af Eddunni um helgina, hvernig var þetta þar? Sá heldur ekki Óskarinn, en frétti að leikkonunni Patriciu Arquette hefði verið klappað lof í lófa þegar hún þrumaði í ræðu eitthvað um launajafnrétti, að það væri tími til kominn! Jahérna, og árið er 2015. Ég hef áður fengið svipaðar spurningar frá þeim yngstu í fjölskyldunni. Eitthvað sem þau sjá eða heyra, jafnvel í barnaefninu í sjónvarpinu, vekur athygli þeirra og þau spyrja í forundran. Af hverju sagði hann „grenjar eins og smástelpa?“ Af hverju sagði hann „kastar eins og stelpa?“ Fá engar konur bikar? Geta konur ekki verið fyndnar? Af hverju sagði hann „oj, það gera bara stelpur“ þegar hann átti að greiða sér? Þau eru hissa á þessu, botna ekkert í þessu, enda ekki nema von. Stundum skammast ég mín fyrir að kynna þeim yngstu svo arfalélegt samfélag. Gjörið svo vel, krakkar mínir, árið er 2015 og svona er þetta bara. Alls konar óvirðingu og misrétti sem við látum bara viðgangast í rólegheitunum. Malla við vægan hita. Hausinn í sandinn og allir glaðir. Ég tel mig þokkalega meðvitaða um virðingarsnautt viðhorf gagnvart konum og ójafna stöðu kynjanna á hinum ýmsu og ófáu sviðum. Ég kippti mér hins vegar einhverra hluta ekkert upp við það að nánast engar konur fengu bikar þar sem við sátum þarna, fjölskyldan, og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna. Skyndilega sló það mig að ef við stöndum okkur ekki í stykkinu við útskýringar á ójafnvægi og misrétti þegar þau yngstu spyrja er bara tímaspursmál hvenær þau hætta líka að kippa sér upp við þetta.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun