HönnunarMars er handan við hornið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 12:15 Kristín og Tanja eru meðal þeirra hönnuða sem taka þátt í HönnunarMars í ár. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður sýnir sína fyrstu fatalínu, Eitur í flösku í Gallerí Ekkisens, Bergstaðarstræti 25b. Opnunin verður þann 11. mars klukkan 18.00 og sýningin verður opin alla daga til 15. mars frá klukkan 13.00 „Mér finnst hugmyndavinnan vera eitt það skemmtilegasta og mikilvægasta í ferlinu,“ segir Tanja Huld. „Ég byrja á að vinna þannig að ég bý til eitthvað konsept og út frá því þá tek ég myndir, les bækur, horfi á heimildarmyndir og bara allskonar. Allt sem mér dettur í hug í sambandi við konseptið.“ En línunni segir Tanja mega lýsa sem könnun á eigin fagurfræði. „Í þessu tilfelli fór ég að safna myndum af olíubrák og gerði litagreiningu út frá því.“Vísir/VilhelmFatalínan ber nafnið Eitur í flösku. „Nafnið er í rauninni tilvísun í bæði leikinn og eitrið sem olían er í hafinu.“ Skissubókin „Mér finnst mjög mikilvægt að vera með skissubók og vera svolítið hömlulaus og setja allt inn í hana sem tengist verkefninu,“ segir hún og bætir við að skissubókin sé einskonar biblía hönnuðarins. Óvenjulegur efniviður „Ég fór að skoða efni sem notað er í fluguhnýtingar. Ég fékk bara hugmyndina út frá flatfisknum. Ég nota þetta í sumar flíkurnar,“ segir Tanja um glitrandi efniviðinn.Fjölbreytt efni Efnin eru handþrykkt af Tönju en hún notast einnig einnig við digital-prent. „Flest efnin eru handþrykkt og svo læt ég líka digital-prenta fyrir mig og þrykki svo ofan á það.“Vísis/PjeturKristín Sigfríður Garðarsdóttir, keramiker sýnir í Húrra Reykjavík ásamt Ólöfu Erlu Bjarnardóttur, keramiker. Sýning þeirra ber nafnið Húrra Keramik og verður opnuð þann 12. mars klukkan 17.00. Sýningin verður opin frá 12. mars til 15. mars alla daga frá klukkan 11.00.Innblásturinn„Það að hræra í hafragrautnum á morgnana veitir mér til dæmis innblástur að teikningunum að sleifum og göfflum sem ég brenni síðan í glerunginn,“ segir Kristín sem veltir fyrir sér hversdagslegri stemningu og formum í verki sínu. „Hversu langt ég get teygt og togað diskinn án þess að eyðileggja formið. Hversu mikið get ég kreist og kramið bollann svo úr verði spennandi form?“ eru meðal spurninga sem Kristín veltir fyrir sér. „Annar sonur minn kallaði verkefnið Ófærur því diskarnir minntu hann á skaflana sem hafa verið að blása til og frá í vetur og skapa ótrúlega falleg form.“Skissubókin Í skissubók Kristínar má sjá rissaðar myndir af eldhúsáhöldum sem bollarnir og skálarnar verða skreytt með áður þau fara í síðasta skipti í brennsluofninn.Verk Í vinnslu Bollar og diskar bíða eftir að gafflar og skeiðar verði teiknuð á þá. „Undanfarin ár hef ég töluvert unnið með frekar hversdagslega stemningu, snerting af ýmsum toga hefur verið mér hugleikin. Til dæmis hvernig bollinn fer í hendi meðan maður veltir honum um í lófanum,“ segir Kristín. HönnunarMars Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður sýnir sína fyrstu fatalínu, Eitur í flösku í Gallerí Ekkisens, Bergstaðarstræti 25b. Opnunin verður þann 11. mars klukkan 18.00 og sýningin verður opin alla daga til 15. mars frá klukkan 13.00 „Mér finnst hugmyndavinnan vera eitt það skemmtilegasta og mikilvægasta í ferlinu,“ segir Tanja Huld. „Ég byrja á að vinna þannig að ég bý til eitthvað konsept og út frá því þá tek ég myndir, les bækur, horfi á heimildarmyndir og bara allskonar. Allt sem mér dettur í hug í sambandi við konseptið.“ En línunni segir Tanja mega lýsa sem könnun á eigin fagurfræði. „Í þessu tilfelli fór ég að safna myndum af olíubrák og gerði litagreiningu út frá því.“Vísir/VilhelmFatalínan ber nafnið Eitur í flösku. „Nafnið er í rauninni tilvísun í bæði leikinn og eitrið sem olían er í hafinu.“ Skissubókin „Mér finnst mjög mikilvægt að vera með skissubók og vera svolítið hömlulaus og setja allt inn í hana sem tengist verkefninu,“ segir hún og bætir við að skissubókin sé einskonar biblía hönnuðarins. Óvenjulegur efniviður „Ég fór að skoða efni sem notað er í fluguhnýtingar. Ég fékk bara hugmyndina út frá flatfisknum. Ég nota þetta í sumar flíkurnar,“ segir Tanja um glitrandi efniviðinn.Fjölbreytt efni Efnin eru handþrykkt af Tönju en hún notast einnig einnig við digital-prent. „Flest efnin eru handþrykkt og svo læt ég líka digital-prenta fyrir mig og þrykki svo ofan á það.“Vísis/PjeturKristín Sigfríður Garðarsdóttir, keramiker sýnir í Húrra Reykjavík ásamt Ólöfu Erlu Bjarnardóttur, keramiker. Sýning þeirra ber nafnið Húrra Keramik og verður opnuð þann 12. mars klukkan 17.00. Sýningin verður opin frá 12. mars til 15. mars alla daga frá klukkan 11.00.Innblásturinn„Það að hræra í hafragrautnum á morgnana veitir mér til dæmis innblástur að teikningunum að sleifum og göfflum sem ég brenni síðan í glerunginn,“ segir Kristín sem veltir fyrir sér hversdagslegri stemningu og formum í verki sínu. „Hversu langt ég get teygt og togað diskinn án þess að eyðileggja formið. Hversu mikið get ég kreist og kramið bollann svo úr verði spennandi form?“ eru meðal spurninga sem Kristín veltir fyrir sér. „Annar sonur minn kallaði verkefnið Ófærur því diskarnir minntu hann á skaflana sem hafa verið að blása til og frá í vetur og skapa ótrúlega falleg form.“Skissubókin Í skissubók Kristínar má sjá rissaðar myndir af eldhúsáhöldum sem bollarnir og skálarnar verða skreytt með áður þau fara í síðasta skipti í brennsluofninn.Verk Í vinnslu Bollar og diskar bíða eftir að gafflar og skeiðar verði teiknuð á þá. „Undanfarin ár hef ég töluvert unnið með frekar hversdagslega stemningu, snerting af ýmsum toga hefur verið mér hugleikin. Til dæmis hvernig bollinn fer í hendi meðan maður veltir honum um í lófanum,“ segir Kristín.
HönnunarMars Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira