Saga handa börnum II Sara McMahon skrifar 3. mars 2015 07:00 Í loks síðasta árs lét ég loks verða af því að skrá mig sem líffæragjafa. Landlæknisembættið hafði þá opnað sérstakan vef þar sem landsmönnum gafst (og gefst enn) kostur á að skrá afstöðu sína til líffæragjafar og á nokkrum vikum skráðu rúmlega tíu þúsund manns sig. Nokkrum mánuðum eftir skráningu mína birti RÚV frétt þar sem fram kom að um 70 prósent skráðra líffæragjafa á Íslandi væru konur! Þessi mikli kynjamunur einskorðast víst ekki við Ísland: Í Bandaríkjunum er meirihluti „lifandi líffæragjafa“ konur. Það er sá sem gefur veikum einstaklingi t.d. annað nýra sitt eða hluta líffæris. Og könnun sem gerð var í Þýskalandi árið 2008 sýndi að þýskar konur voru töluvert jákvæðari í garð líffæragjafa en þýskir karlmenn. Þær voru einnig andvígari því að lifandi líffæragjafi hlyti þóknun fyrir gjöfina, en meirihluti aðspurðra karla var hlynntur slíkum greiðslum. Þessar fréttir komu mér nokkuð á óvart, ég hafði búist við því að kynjahlutfallið væri jafnara þegar kæmi að líffæragjöfum, og mig langaði að vita hvað ylli þessum halla. Google skilaði mér litlu öðru en fréttum þess efnis að konur væru alltaf í meirihluta þegar kæmi að skráðum líffæragjöfum, en engu um ástæðurnar. Ein blaðakona velti því fyrir sér hvort konur væru gjafmildari á líffæri sín vegna þess að þær eru almennt taldar finna til meiri samkenndar en karlmenn. Ef ekki það, þá hlaut það að vera feðraveldinu að kenna – það hafði getið af sér svo fórnfúsar konur. Konur sem eru reiðubúnar að gefa af sér til þeirra sem þurfa á að halda…í bókstaflegri merkingu. En, svo veit maður ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í loks síðasta árs lét ég loks verða af því að skrá mig sem líffæragjafa. Landlæknisembættið hafði þá opnað sérstakan vef þar sem landsmönnum gafst (og gefst enn) kostur á að skrá afstöðu sína til líffæragjafar og á nokkrum vikum skráðu rúmlega tíu þúsund manns sig. Nokkrum mánuðum eftir skráningu mína birti RÚV frétt þar sem fram kom að um 70 prósent skráðra líffæragjafa á Íslandi væru konur! Þessi mikli kynjamunur einskorðast víst ekki við Ísland: Í Bandaríkjunum er meirihluti „lifandi líffæragjafa“ konur. Það er sá sem gefur veikum einstaklingi t.d. annað nýra sitt eða hluta líffæris. Og könnun sem gerð var í Þýskalandi árið 2008 sýndi að þýskar konur voru töluvert jákvæðari í garð líffæragjafa en þýskir karlmenn. Þær voru einnig andvígari því að lifandi líffæragjafi hlyti þóknun fyrir gjöfina, en meirihluti aðspurðra karla var hlynntur slíkum greiðslum. Þessar fréttir komu mér nokkuð á óvart, ég hafði búist við því að kynjahlutfallið væri jafnara þegar kæmi að líffæragjöfum, og mig langaði að vita hvað ylli þessum halla. Google skilaði mér litlu öðru en fréttum þess efnis að konur væru alltaf í meirihluta þegar kæmi að skráðum líffæragjöfum, en engu um ástæðurnar. Ein blaðakona velti því fyrir sér hvort konur væru gjafmildari á líffæri sín vegna þess að þær eru almennt taldar finna til meiri samkenndar en karlmenn. Ef ekki það, þá hlaut það að vera feðraveldinu að kenna – það hafði getið af sér svo fórnfúsar konur. Konur sem eru reiðubúnar að gefa af sér til þeirra sem þurfa á að halda…í bókstaflegri merkingu. En, svo veit maður ekki.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun