Aflar gagna á sama hátt og Sherlock Holmes Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2015 16:30 Guðjón Friðriksson var með kaffi fyrir nánustu fjölskyldu í gær í tilefni sjötugsafmælisins. Hann segist kannski hafa meira við þegar hann verður 75 ára. Vísir/Pjetur Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venjuleg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegnum mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast baksviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opinberuð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokksins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venjuleg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofnaði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegnum mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast baksviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opinberuð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira